Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

162/1988

Reglugerð um breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur læknaritara nr. 161, 30. mars 1987, sbr. breytingu á þeirri reglugerð nr. 425, 2. september 1987. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Á meðan ekki er unnt að stunda viðurkennt nám í læknaritun hér á landi skal heilbrigðis- og tryggingaráðherra heimilt að víkja frá ákvæðum 2. gr. að fenginni umsögn sömu aðila og um getur í 2. gr.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, er sett með heimild í lögum nr. 24, 28. maí 1985 um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta og öðlast gildi þegar í stað.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 21. mars 1988.

 

Guðmundur Bjarnason.

Páll Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica