Heilbrigðisráðuneyti

1011/2021

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar.

1. gr.

1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Sjúkratryggingar Íslands greiða 80% kostnaðar vegna öryrkja og aldraðra og 50% kostnaðar vegna annarra, samkvæmt umsaminni gjaldskrá, vegna nauðsynlegra tannlækninga annarra en tann­réttinga, vegna eftirtalinna atvika, enda sé um að ræða alvarlegar afleiðingar meðfæddra galla eða sjúkdóma.

 

2. gr.

1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Sjúkratryggingar Íslands greiða 80% kostnaðar vegna öryrkja og aldraðra og 50% kostnaðar vegna annarra, samkvæmt umsaminni gjaldskrá, við tannlækningar, aðrar en tannréttingar, vegna alvar­legra afleiðinga slysa þegar bætur þriðja aðila, þ.m.t. vátryggingafélaga, fást sannanlega ekki greiddar og slysatryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar bæta ekki kostnað, sbr. þó 15. gr.

 

3. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að endurgreiða kostnað vegna tannréttinga hjá börnum með skarð í efri tannboga eða klofinn góm, harða eða mjúka sem hófu meðferð eða sóttu um greiðslu­þátttöku og fengu synjun á tímabilinu 1. janúar 2018 til 1. janúar 2020.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr., 1. mgr. 29. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, tekur þegar gildi. Ákvæði 1. og 2. gr. gilda þó frá 15. júlí 2021 en um ívilnandi ákvæði er að ræða.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 3. september 2021.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Guðlaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica