Heilbrigðisráðuneyti

472/2021

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 1255/2018 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

1. gr.

Í stað dagsetningarinnar "30. apríl 2021" í 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 31. maí 2021.

 

2. gr.

Í stað dagsetningarinnar "30. apríl 2021" í 9. gr. reglugerðarinnar kemur: 31. maí 2021.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 19. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, sbr. einnig 29. gr. með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 29. apríl 2021.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Ásta Valdimarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica