Heilbrigðisráðuneyti

1519/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1130/2012, um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

1. gr.

1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða við reglugerðina hljóðar svo:

Um þá sem ljúka framhaldsnámi, skv. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. fyrir 1. júlí 2021, gildir ekki ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 3. gr.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. og 30. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 og 6. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 29. desember 2020.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Ásta Valdimarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica