Félagsmálaráðuneyti

843/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017, um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar.

1. gr.

2. málsl. 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

2. gr.

2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Heimild skv. 1. mgr. er bundin því skilyrði að allir skyldubundnir lífeyrissjóðir þar sem umsækjandi hefur áunnið sér réttindi og heimila greiðslur lífeyris að hluta hafi samþykkt sama fyrirkomulag og staðfest að greiðslur hefjist. Þá er heimildin bundin því skilyrði að umsækjandi sé enn á vinnu­markaði en þó ekki í meira en hálfu starfi.

 

3. gr.

2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Hálfur ellilífeyrir skal vera 1.540.734 kr. á ári. Fjárhæð hálfs lífeyris skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr. laga um almannatryggingar, uns lífeyririnn fellur niður. Lífeyris­þegi skal hafa 3.900.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning hálfs ellilífeyris. Gildir það þar til lífeyristaka hefst að fullu.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við reglugerðina:

  1. Orðin "samkvæmt 5. gr." falla brott.
  2. Í stað "2020" kemur: 2021.
  3. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Þeir sem hafa þegar hafið töku hálfs lífeyris eða sóttu um töku hálfs lífeyris fyrir gildis­töku reglugerðar þessarar skulu fá greitt samkvæmt þeim reglum sem þá voru í gildi.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 7. mgr. 17. gr. laga nr. 100/2007 um almanna­­tryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. september 2020.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 28. ágúst 2020.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica