Heilbrigðisráðuneyti

703/2020

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 817/2012, um sóttvarnaráðstafanir.

1. gr.

Við 11. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar sem verða 7. og 8. mgr. svo­hljóð­andi:

Við mótefnamælingu vegna SARS-CoV-2 skal einungis notast við mótefnapróf sem uppfylla skilyrði faglegra fyrirmæla landlæknis.

Mótefnamæling hjá einstaklingi sem uppfyllir skilyrði faglegra fyrirmæla landlæknis skal vera honum að kostnaðarlausu skv. 1. mgr. Uppfylli einstaklingur ekki skilyrði faglegra fyrirmæla land­læknis er heimilt að taka gjald í samræmi við reglugerð nr. 1248/2019, um greiðsluþátttöku sjúkra­tryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, og rennur gjaldið til þeirrar heilbrigðisstofnunar sem framkvæmir sýnatökuna. Gjaldið myndar ekki afsláttarstofn skv. 4. gr. reglugerðar um greiðslu­þátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, sbr. jafnframt 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Heilbrigðisstofnun er jafnframt heimilt að taka komugjald. Gjald fyrir þá sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi fer eftir reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 17. og 18. gr., sbr. 12. og 13. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 13. júlí 2020.

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica