Félagsmálaráðuneyti

63/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga eða félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði, nr. 1042/2013, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðsins "Íbúðalánasjóðs" í 1. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur, í viðeigandi beygingarmynd: Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar:

Í stað "4.749.000 kr." kemur: 5.532.000 kr.
Í stað "1.187.000 kr." kemur: 1.383.000 kr.
Í stað "6.649.000 kr." kemur: 7.746.000 kr.

 

3. gr.

Í stað "5.126.000 kr." í 1. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar kemur: 5.971.000 kr.

 

4. gr.

Heiti reglugerðarinnar breytist og verður: Reglugerð um lánveitingar Húsnæðis- og mann­virkja­stofnunar til sveitarfélaga, félaga eða félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði.

 

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og skal gilda frá og með 1. janúar 2020 um tekju- og eignamörk íbúa leiguíbúða sem lánað hefur verið til skv. 1. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 23. janúar 2020.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica