Heilbrigðisráðuneyti

1148/2019

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 1155/2013 um styrki vegna hjálpartækja. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "úrskurðarnefndar almannatrygginga" í 1. og 2. mgr. 12. gr. kemur: úrskurðar­nefndar velferðarmála.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands" með reglu­gerðinni:

Flokkur 0419 Hjálpartæki til lyfjaskömmtunar orðast svo:

Hjálpartæki til lyfjaskömmtunar (sprautubúnaður) eru greidd vegna langvinnra alvar­legra sjúk­dóma, s.s. sykursýki, krabbameins og parkinsonsjúkdóms. Greitt er 90% fyrir einnota sprautur, nálar og blóðhnífa. Almennt er greitt fyrir tvo lyfjapenna á ári. Hjá þeim sem nota bæði hrað­verkandi og langverkandi insúlín má þó greiða fyrir fjóra lyfjapenna á ári.

Fyrir einnota blóðhnífa er greitt fyrir:

a) Blóðhnífa fyrir þá sem nota blóðstrimla til að fylgjast með blóðsykri.
b) 200/750 stk. á 12 mánaða tímabili fyrir þá sem nota nema sem skannar/síritar blóðsykur og fá 200/750 stk. blóðstrimla á sama tímabili.
c) 1.100 stk. á 12 mánaða tímabili fyrir þá sem eru með sykursýki II og fá 1.100 stk. blóð­strimla á sama tímabili.
d) 150/50 stk. á 12 mánaða tímabili fyrir þá sem eru með sykursýki II og fá 150/50 stk. blóð­strimla á sama tímabili.

Hjálpartæki til nákvæmra mælinga á lyfi þegar um mjög nákvæmt magn er að ræða sem ekki er hægt að fá vigtað hjá seljanda. Um er að ræða lyf sem tekin eru um munn eða með sprautu. Ein­nota endaþarmsrör vegna lyfjagjafar eru veitt á grundvelli innkaupaheimildar til eins eða fimm ára í senn.

Veitt er innkaupaheimild fyrir samþykktum vörum.

04 19 04 Hjálpartæki til nákvæmra mælinga á lyfjum 90%
04 19 06 Nálabyssur 90%
04 19 09 Sprautur, einnota 90%
04 19 12 Blóðhnífar, einnota 90%, sjá framangreint
04 19 15 Einnota nálar 90%
04 19 91 Lyfjapennar 90%, sjá framangreint
04 19 92 Einnota endaþarmsrör til lyfjagjafa 100%
04 19 24 Dæla vegna gjafar lyfs eða næringar í æð (útvortis) 100%
04 19 96 Fylgihlutir með dælu vegna gjafar lyfs eða næringar í æð (útvortis) s.s. lyfjahylki, slöngur, nálar, fjarstýringar 95%

Flokkur 0424 Búnaður (tæki og efni) til mælinga (efnamælinga) orðast svo:

Einnota rannsóknarbúnaður er greiddur 90%, þó með hámarki, fyrir efni til blóðsykursmælinga (blóðstrimla) og blóðsykurs­mæla. Eftirtaldir sjúkratryggðir einstaklingar eiga rétt á greiðslu­þátttöku í blóðstrimlum og nemum sem skanna/sírita blóðsykur:

a) Þeir sem eru með sykursýki I og nota blóðstrimla til að fylgjast með blóðsykri geta fengið blóð­strimla sem miðast við mælingar að minnsta kosti fjórum sinnum á dag eða 1.500 blóð­strimla á tólf mánaða tímabili (30 pakkningar).
b) Þeir sem eru með sykursýki I og nota nema sem skannar/síritar blóðsykur geta fengið að hámarki 200/750 blóðstrimla á tólf mánaða tímabili (4/15 pakkningar). Auk þess getur þessi hópur fengið tiltekinn fjölda nema á tólf mánaða tímabili samkvæmt gagnreyndum viðmiðum.
c) Þeir sem eru með sykursýki II og nota insúlín eða insúlín og lyf í töfluformi sem geta valdið blóðsykursfalli eða eru með meðgöngusykursýki geta fengið að hámarki 1.100 blóðstrimla á tólf mánaða tímabili (22 pakkningar) eða fengið nema sem skannar/síritar blóðsykur og þá gildir reglan, sbr. b) lið.
d) Þeir sem eru með sykursýki II og nota lyf í töfluformi sem geta valdið blóðsykursfalli og þeir sem nota lyf í töfluformi sem ekki valda blóðsykursfalli en vegna læknisfræðilegra rök­semda þurfa að mæla blóðsykur geta fengið að hámarki 50 blóðstrimla á tólf mánaða tíma­bili (eina pakkningu). Á fyrsta ári eftir greiningu geta þeir þó fengið að hámarki 150 blóðstrimla á tólf mánaða tímabili (þrjár pakkningar).

Blóðstrimlar samkvæmt framangreindu eru samþykktir 90% og er hámarksgreiðsla fyrir pakkn­ingu (50 stk.) 6.500 kr. Mælar til blóðsykursmælinga eru greiddir 50%, hámark 11.600 kr. Blóð­sykursmælar eru að jafnaði greiddir á þriggja ára fresti en vegna notkunar á nema sem skannar/síritar blóðsykur á tveggja ára fresti. Blóðstrimlar til blóðketónmælinga eru sam­þykktir 90% hámark 100 stk. á 12 mánaða tímabili (tvær pakkingar), 12.500 kr. fyrir pakkn­ingu.

Veitt er innkaupaheimild fyrir samþykktum einnota vörum.

04 24 03 Efni til þvagmælinga (þvagstrimlar) 90%
04 24 12 Efni til blóðsykursmælinga (blóðstrimlar) 90% m/ákveðnu hámarki, sbr. framan­greint
04 24 90 Mælar til blóðsykursmælinga 50% m/ákveðnu hámarki, sbr. framangreint
04 24 91 Mælitæki til serum kalsíum mælinga vegna alvarlegs nýrnasjúkdóms 100% (sam­kvæmt verðkönnun hverju sinni)
04 24 92 Efni til serum kalsíum mælinga vegna alvarlegs nýrnasjúkdóms 100% (samkvæmt verðkönnun hverju sinni)
04 24 94 Mælitæki til blóðstorkumælinga (INR gildi) 100% þó greiðir umsækjandi upphæð til samræmis við upphæð umsækjenda í blóðsykursmæli
04 24 95 Efni til blóðstorkumælinga 100% (miðað er við hámarksmælingu einu sinni í viku og því samþykkt 1pakki (með 24 stk.) á 24 vikna fresti)
04 24 96 Efni til blóðketónmælinga (blóðstrimlar) 90% m/ákveðnu hámarki, sbr. framangreint
04 24 97 Nemar sem skanna/sírita blóðsykur 95%, sbr. framangreint

Í flokknum 0603 Hryggspelkurverður eftirfarandi breyting:

2. málsl. 1. mgr. fellur brott.

Í flokknum 0612 Spelkur fyrir neðri útlimiverður eftirfarandi breyting:

  1. 3. mgr. orðast svo: Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að greiða fyrir mest tvö pör af fram­leistaspelkum (innleggjum) á ári. Helstu tilefni fyrir greiðsluþátttöku í framleista­spelkum eru: eftir­meðferð vegna klumbufótar, slæmt hælbrot (t.d. útflattur Böhlersvinkill), alvarlega af­lagaðir fætur, afleiðingar liðagigtar (RA), afleiðingar sykursýki, afleiðingar meðfæddra galla í fótum, afleiðingar vegna taugasjúkdóma og eða vegna dreyrasýki.
  2. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að öllu jöfnu er ekki greiddur styrkur vegna innleggja fyrir börn með lina ökkla (ligamentum laxorum).

Í flokknum 0633 Bæklunarskórverður eftirfarandi breyting:

  1. Flokkur 1. Ekki greitt af Sjúkratryggingum Íslands (litlar aflaganir) orðast svo:
    Dæmi: ef ekkert er sagt í umsókn um fæturna sjálfa, tábergssig, plattfótur (lig. laxorum), pes plano valgus, breiðir fætur, hælspori, hallux valgus, lig. laxorum art. talocrur. et subtalaris, torsio tibia, genu recurvatum, exem á fótum og ofnæmi (t.d. nikkel). Þetta á sérstaklega við ef fyrrgreind atriði standa ein sér.
  2. Flokkur 2. Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir tilbúna bæklunarskó (verulega aflaganir) orðast svo:
    Dæmi: metatarsus varus og valgus (pes abd./add.), pes cavus, klumbufótur. Ef um er að ræða pes plano valgus með skriði í ökkla þá er að jafnaði einungis greitt fyrir innlegg, annars þarf að liggja fyrir mat á að innlegg nægi ekki. Ef um er að ræða lömun í fótum eða aflögun liða við ástig með afstöðubreytingu milli beina sem leiðir til breytingar á göngulagi þá er heimilt að greiða fyrir tilbúna bæklunarskó. Einnig ef um er að ræða alvarlegar afleiðingar sykursýki.
  3. Við 06 33 90 bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hægt er að veita undanþágu um lægri hækkun fyrir börn.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2020.

Heilbrigðisráðuneytinu, 11. desember 2019.

Svandís Svavarsdóttir.

Elsa B. Friðfinnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica