1. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða við reglugerðina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 14. gr. er sveitarfélagi, notanda og umsýsluaðila heimilt að gera samning sem tekur til samskipta og samstarfs milli sveitarfélags og notanda varðandi framkvæmd NPA, sbr. 7. gr, án þess að fyrir liggi útgefið starfsleyfi. Skilyrði þessarar heimildar er að sá umsýsluaðili sem valinn er skv. 6. gr. hafi þegar með höndum umsýslu eins eða fleiri NPA-samninga á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða I með lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samningar gerðir samkvæmt þessu ákvæði skulu vera tímabundnir og gilda lengst til 30. september 2019. Kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga skv. 15. gr. gildir um þessa samninga. Standi vilji aðila, sem eru sveitarfélag, notandi og umsýsluaðili, til áframhaldandi samstarfs eftir 30. september 2019 skal gera nýjan NPA-samning frá grunni. Nýr NPA-samningur skal uppfylla öll skilyrði þessarar reglugerðar þar á meðal um útgefið starfsleyfi, námskeiðasókn og samþykki fyrir kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett á grundvelli 4. mgr. 11. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 22. febrúar 2019.
Ásmundur Einar Daðason.
Ingibjörg Broddadóttir.