Velferðarráðuneyti

1069/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum, nr. 390/2009.

I. KAFLI

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á mengunarmarkaskrá viðauka I við reglugerðina:

EB-nr. (1) CAS-nr. (2) EFNI MENGUNARMÖRK Tákn (3)
Fyrir 8 tíma (4) Þakgildi (5)
ppm (7) mg/m³ (6) ppm (7) mg/m³ (6)
- - Mangan og ólífræn mangansambönd (sem mangan) - 0,2 (8)
0,05 (9)
- - -
200-240-8 55-63-0 Glýseróltrínítrat 0,01 0,095 0,02 0,19 húð
200-262-8 56-23-5 Koltetraklóríð, tetraklórmetan 1 6,3 - - húð
200-521-5 61-82-5 Amítról - 0,2 - - -
200-580-7 64-19-7 Ediksýra 10 25 20 50 -
200-821-6 74-90-8 Blásýra (sem sýaníð) 0,9 1 4,5 5 húð
200-838-9 75-09-2 Metýlenklóríð, díklórmetan 35 122 - - húð
200-864-0 75-35-4 Vinýlídenklóríð, 1,1-díklóretýlen 2 8 5 20 -
201-083-8 78-10-4 Tetrametýlortósílíkat 5 44 - - -
201-177-9 79-10-7 Akrýlsýra, próp-2-ensýra 2 5,9 - - -
201-188-9 79-24-3 Nítróetan 20 62 100 312 húð
201-245-8 80-05-7 Bisfenól A, 4,4´-ísóprópýlídendífenól - 2 (8) - - -
202-981-2 101-84-8 Dífenýleter 1 7 2 14 -
203-234-3 104-76-7 2-etýlhexan-1-ól 1 5,4 - - -
203-400-5 106-46-7 1,4-díklórbensen, p-díklórbensen 2 12 10 60 húð
203-453-4 107-02-8 Akrólín, akrýlaldehýð, próp-2-enal 0,02 0,05 0,05 0,12 -
203-481-7 107-31-3 Metýlformat 50 125 100 250 húð
203-788-6 110-65-6 Bút-2-ýn-1,4-díól - 0,5 - - -
204-825-9 127-18-4 Tetraklóretýlen 10 70 - - húð
205-500-4 141-78-6 Etýlasetat 150 540 - - -
205-599-4 143-33-9 Natríumsýaníð (sem sýaníð) - 1 - 5 húð
205-792-3 151-50-8 Kalíumsýaníð (sem sýaníð) - 1 - 5 húð
207-069-8 431-03-8 Díasetýl, bútandíón 0,02 0,07 0,1 0,36 -
211-128-3 630-08-0 Kolsýringur 20 23 100 117 -
215-137-3 1305-62-0 Kalsíumdíhýdroxíð - 1 (9) - 4 (9) -
215-138-9 1305-78-8 Kalsíumoxíð - 1 (9) - 4 (9) -
231-195-2 7446-09-5 Brennisteinstvíoxíð 0,5 1,3 1 2,7 -
231-484-3 7580-67-8 Litíumhýdríð - - - 0,02 (8) -
233-271-0 10102-43-9 Köfnunarefniseinoxíð 2 2,5 - - -
233-272-6 10102-44-0 Köfnunarefnistvíoxíð 0,5 0,96 1 1,91 -
262-967-7 61788-32-7 Terfenýl, vetnað 0,4 4,4 - - -
  7429-90-5 Ál, duft og ryk, sjá einnig kerskálaryk - 5 - 10  

(1) EB-nr.: Númer Evrópubandalagsins (EB-númer), tölulegt auðkenni fyrir efni innan Evrópu­sambandsins.
(2) CAS-nr.: Skráningarnúmer hjá Upplýsingaþjónustu um efni.
(3) Táknunin húð við mengunarmörk vegna skaðlegra áhrifa í starfi gefur til kynna möguleika á umtalsverðri upptöku efnisins í gegnum húð.
(4) Mæld eða reiknuð miðað við viðmiðunartímabil sem er átta stunda tímavegið meðaltal (TWA).
(5) Mengunarmörk vegna skammtíma skaðlegra áhrifa (STEL). Óheimilt er að fara yfir þessi meng­unar­mörk sem miðast við 15 mínútna skaðlegra áhrifa nema annað sé tekið fram.
(6) mg/m³: milligrömm á rúmmetra lofts. Fyrir efni í gas- eða gufufasa eru mengunarmörkin gefin upp við 20°C og 101,3 kPa.
(7) ppm: hlutar af milljón miðað við rúmmál í lofti (ml/m³).
(8) Hlutfall þess sem andað er inn.
(9) Hlutfall þess sem andað er út.
(10) Mengunarmörk vegna skammtíma skaðlegra áhrifa miðað við viðmiðunartímabil sem er ein mínúta.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 38. og 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnu­eftirlits ríkisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, til innleiðingar á tilskipun fram­kvæmda­stjórnarinnar 2017/164 frá 31. janúar 2017 um gerð fjórðu skrár yfir leiðbeinandi viðmið­unar­mörk fyrir váhrif í starfi samkvæmt tilskipun ráðsins 98/24/EB og um breytingu á til­skip­unum framkvæmdastjórnarinnar 91/322/EBE, 2000/39/EB og 2009/161/ESB, sem vísað er til í 16j lið XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 159/2018, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 27. nóvember 2018.

Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica