Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 8. maí 2019

113/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um málsmeðferð fyrir kærunefnd jafnréttismála, nr. 220/2017.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Kærunefnd jafnréttismála hefur aðsetur hjá úrskurðarnefnd velferðarmála.

Starfsmaður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála undirbýr fundi nefndarinnar, annast skjalastjórnun og sinnir skrifstofuhaldi fyrir nefndina.

2. gr.

2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Öll innkomin erindi og útsend bréf skulu varðveitt hjá úrskurðarnefnd velferðarmála í samræmi við lög og reglur sem um það gilda á hverjum tíma.

3. gr.

2. málsl. 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar verður 2. málsl. 1. mgr. 12. gr.

4. gr.

Við 2. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar bætist: sbr. þó 12. gr.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5., 6. og 33. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 17. janúar 2018.

Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.