Velferðarráðuneyti

30/2018

Reglugerð um brottfellingu reglugerða á sviði félagsmála. - Brottfallin

I. KAFLI

Húsnæðismál.

1. gr.

Reglugerð um húsaleigubætur nr. 118/2003, með síðari breytingum, sbr. reglugerðir nr. 378/2008, 1222/2011 og 1205/2012, fellur brott.

II. KAFLI

Málefni barna.

2. gr.

Reglugerð um starfsháttu barnaverndarráðs nr. 49/1994 fellur brott.

III. KAFLI

Málefni félagsþjónustu sveitarfélaga.

3. gr.

Reglugerð um daggæslu í heimahúsum nr. 198/1992 fellur brott.

IV. KAFLI

Málefni fatlaðs fólks.

4. gr.

Reglugerð um svæðisskrifstofu málefna fatlaðra nr. 273/1993 fellur brott.

Reglugerð um stjórnarnefnd málefna fatlaðra og Framkvæmdasjóð fatlaðra nr. 204/1994 fellur brott.

Reglugerð um svæðisráð málefna fatlaðra nr. 606/1998 fellur brott.

Reglugerð um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011 fellur brott.

V. KAFLI

Gildistaka.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 31. gr. laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016, 101. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, 34. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, ákvæði til bráðabirgða VII, VIII og X í lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, og ákvæði til bráða­birgða I í lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks, nr. 88/2011, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 4. janúar 2018.

Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica