Velferðarráðuneyti

1153/2017

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 313/2013 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "55 kr." í 1. tölul. 2. mgr. kemur: 56 kr.
  2. Í stað "80 kr." í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 82 kr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga um sjúkra­tryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, og 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum öðlast gildi 1. janúar 2018.

Velferðaráðuneytinu, 13. desember 2017.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.

Áslaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica