1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um sjúkrahótel sem rekið er á lóð Landspítala. Með sjúkrahóteli er átt við tímabundinn dvalarstað fyrir sjúklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda.
Sjúklingur sem dvelur á sjúkrahóteli getur ekki verið innritaður á sjúkrahús á sama tíma.
2. gr.
Rekstur sjúkrahótels.
Landspítali annast rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala.
3. gr.
Lagastoð.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, öðlast gildi 1. janúar 2018.
Velferðarráðuneytinu, 27. október 2017.
Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra.
Vilborg Ingólfsdóttir.