1. gr.
Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 5. gr. og orðast svo:
Undanþága frá gjaldtöku.
Embætti landlæknis er heimilt að veita eftirtöldum aðilum afslátt eða undanþágur frá gjaldtöku skv. 2. gr.:
a) | Nemum á háskólastigi sem þurfa upplýsingar vegna verkefna sem eru hluti af námi. | |
b) | Opinberum aðilum sem halda skrár á landsvísu og upplýsingar eða vinnsla er hluti af gagnkvæmum upplýsingasamskiptum. | |
c) | Vinnsluaðilum heilbrigðisskráa landlæknis þegar um er að ræða vinnslur til að auka gæði skránna. | |
d) | Fjölmiðlum ef upplýsingar varða heildarfjölda eða summutölur úr skrám og vinnslan tekur innan við eina klukkustund. | |
e) | Alþjóðastofnunum sem Ísland er aðili að. |
2. gr.
Lagastoð.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimildum í 7. mgr. 8. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu.
3. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi tekur gildi 1. júlí 2017.
Velferðarráðuneytinu, 13. júní 2017.
Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra.
Margrét Björnsdóttir.