1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðist svo ásamt fyrirsögn:
Stjórn lýðheilsusjóðs og umsýsla sjóðsins.
Heilbrigðisráðherra skipar stjórn lýðheilsusjóðs. Hún skal skipuð þremur fulltrúum. Ráðherra skipar formann stjórnarinnar án tilnefningar, einn er tilnefndur af embætti landlæknis og einn tilnefndur af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Jafnmargir varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Sé einhver stjórnarmanna forfallaður tekur varamaður hans sæti í stjórninni. Við tilnefningu og skipun fulltrúa í stjórn lýðheilsusjóðs skal gæta fyrirmæla 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Ráherra ráðstafar fé úr lýðheilsusjóði, að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins og í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar og starfsreglur sem sjóðurinn setur og ráðherra samþykkir.
Embætti landlæknis annast daglega umsýslu og reikningshald lýðheilsusjóðs. Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans.
2. gr.
4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
3. gr.
5. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. gr. b. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 30. desember 2016.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.
Margrét Björnsdóttir.