Leita
Hreinsa Um leit

Velferðarráðuneyti

995/2016

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 512/2013.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Rétt til að kalla sig hjúkrunarfræðing og starfa sem slíkur hér á landi hefur sá einn sem fengið hefur til þess leyfi landlæknis. Ekki er heimilt að ráða aðra en hjúkrunarfræðinga til sjálfstæðra hjúkr­unar­starfa.

2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðsins "og" á eftir orðunum hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands komi: og/eða.

3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðsins "og" á eftir orðunum hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands komi: og/eða.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 5., 8., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 25. október 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica