Fara beint í efnið

Prentað þann 20. apríl 2024

Breytingareglugerð

994/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraþjálfara og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, nr. 1127/2012.

1. gr.

1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa MS-prófi í sjúkraþjálfun frá námsbraut í sjúkraþjálfun frá læknadeild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

2. gr.

1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Sérfræðileyfi má veita á klínískum sérsviðum sjúkraþjálfunar skv. 7. gr.

3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Til að sjúkraþjálfari geti átt rétt á að hljóta sérfræðileyfi skv. 5. gr. skal hann uppfylla eftirtaldar kröfur:

  1. hafa starfsleyfi sem sjúkraþjálfari hér á landi skv. 2. gr. og
  2. hafa lokið að lágmarki 90 ECTS meistaraprófi (MS) eða doktorsprófi (PhD) á viðurkenndu sérsviði innan sjúkraþjálfunar frá viðurkenndum háskóla eða hafa sambærilega menntun og
  3. hafa starfað sem sjúkraþjálfari að loknu prófi skv. 2. tölul. sem svarar til að minnsta kosti tveggja ára í fullu starfi á því sérsviði sem umsókn hans um sérfræðileyfi tekur til. Einnig þarf að sýna fram á að viðkomandi hafi hlotið handleiðslu hjá sjúkraþjálfara með sérfræðileyfi á viðkomandi sérsviði og/eða starfað innan teymis með sérfræðingum á sviðinu. Sé starfshlutfall lægra lengist starfstíminn sem því nemur.

3. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar gildir ekki um þá sem hófu fjögurra ára BS-nám í sjúkraþjálfun á námsbraut í sjúkraþjálfun frá læknadeild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands fyrir haustið 2014.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 8., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, öðlast gildi 1. janúar 2019.

Velferðarráðuneytinu, 27. október 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.