Velferðarráðuneyti

787/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga eða félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði nr. 1042/2013, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. málsliður verður svohljóðandi: Íbúðalánasjóði er óheimilt að lána til kaupa á leiguíbúðum sem fara yfir það hámarksverð sem tiltekið er í ákvæði þessu og miðast við fermetrafjölda íbúðar.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi: Um hámarksverð vegna byggingar á nýjum leiguíbúðum gilda ákvæði um stofnvirði við byggingu almennra íbúða skv. 11. gr. reglugerðar um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 35. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 6. september 2016.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Bolli Þór Bollason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica