Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

451/2016

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 553/2004, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. i-liður b-liðar verður svohljóðandi: Sérhvert efni eða efnablandna sem telst hættulegt í samræmi við viðmiðanir í flokkun um skaðlega eiginleika fyrir líkama eða heilsu samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. a-lið 1. gr. reglugerðar nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, hvort sem efnið er flokkað samkvæmt þeirri reglugerð eða ekki.
  2. ii-liður b-liðar fellur brott.
  3. Orðin "og ii." í iii-lið b-liðar, sem verður ii-liður, falla brott.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og er sett samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og þess ráðherra sem fer með málefni efna og efnavara, í samræmi við hlutverk Vinnueftirlits ríkisins samkvæmt 7. gr. efnalaga nr. 61/2013, til innleiðingar á tilskipun 2014/27/ESB um breytingu á tilskipun ráðsins 92/58/EBE, 92/85/EBE, 94/33/EB og 98/24/EB og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/37/EB í því skyni að laga þær að reglugerð (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og efnablandna sem vísað er til í XVIII. viðauka samnings um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 239/2014.

Velferðarráðuneytinu, 26. maí 2016.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.