1. gr.
Á eftir orðunum "er reglugerð þessi gildir um" í 3. mgr. 1. gr. kemur: þar á meðal um merkingar.
2. gr.
d. liður 1. mgr. 3. gr. orðast svo: Upplýsingar skv. lið 2.2 í viðauka reglugerðar þessarar.
3. gr.
Á eftir lið 1.7 í viðauka reglugerðarinnar bætast liðir 1.7.1 og 1.7.2, svohljóðandi:
1.7.1. Efni.
"Efni" er frumefni og sambönd þeirra, bæði náttúruleg og manngerð, þ.m.t. aukaefni sem eru nauðsynleg til að viðhalda stöðugleika efnisins, og óhreinindi sem verða til í vinnslu, en þó ekki leysiefni sem skilja má frá án þess að það hafi áhrif á stöðugleika efnisins eða breyti samsetningu þess, sbr. 7. tölul. 3. gr. efnalaga, nr. 61/2013, með síðari breytingum.
1.7.2. Efnablanda.
"Efnablanda" er blanda eða lausn tveggja eða fleiri efna í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi, sbr. 5. tölul. 3. gr. efnalaga, nr. 61/2013, með síðari breytingum.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. lið viðauka reglugerðarinnar:
a) Liður 2.2 orðast svo:
2.2. Áletranir.
Með fyrirvara um ákvæði efnalaga, nr. 61/2013, með síðari breytingum, skulu eftirfarandi áletranir vera á öllum úðabrúsum með skýrum, læsilegum og óafmáanlegum stöfum:
b) Liður 2.3 orðast svo:
2.3. Rúmmál vökva.
Rúmmál vökva við 50°C má ekki fara yfir 90% af nettórúmtaki.
c) Liður 2.4 fellur brott.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins til innleiðingar á tilskipun 2013/10/ESB um breytingu á tilskipun ráðsins 75/324/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi úðabrúsa til þess að aðlaga ákvæði hennar um merkingu að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, sem vísað er til í 1. tölul. VIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 120/2014.
6. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 18. mars 2016.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.