Leita
Hreinsa Um leit

Velferðarráðuneyti

693/2015

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1185/2014 um daggjöld fyrir dvalarrými, dagdvalarrými og hjúkrunarrými sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2015.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 4. gr. verða engar greiðslur húsnæðisgjalds til að mæta viðhaldskostnaði húsnæðis sem nýtt er til reksturs á dvalarrýmum, sem svarar til tímabilisins frá 1. ágúst 2015 til og með 31. desember 2015, inntar af hendi, með vísan til fjárlaga fyrir árið 2015.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 9. gr. og 29. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 29. júlí 2015.

F. h. heilbrigðisráðherra,

Anna Lilja Gunnarsdóttir.

Guðrún Sigurjónsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica