Leita
Hreinsa Um leit

Velferðarráðuneyti

530/2015

Reglugerð um gildistöku framkvæmdartilskipunar Evrópusambandsins um tilhögun upplýsingaskipta sem varða skipti milli aðildarríkjanna á líffærum úr mönnum sem eru ætluð til ígræðslu.

1. gr.

Innleiðing.

Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2012/25/ESB frá 9. október 2012 um tilhögun upplýsingaskipta sem varða skipti milli aðildarríkjanna á líffærum úr mönnum sem eru ætluð til ígræðslu, sem vísað er til í 15zna í XIII. kafla II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 179/2014 frá 25. september 2014, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið.

2. gr.

Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2012/25/ESB, sbr. 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 64/2014 frá 30. október 2014, bls. 274.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 37. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.

Velferðarráðuneytinu, 28. maí 2015.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Sveinn Magnússon.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica