Leita
Hreinsa Um leit

Velferðarráðuneyti

281/2015

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar.

1. gr.

Við 2. tölul. 6. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði þetta tekur einungis til barna sem vegna aldurs falla ekki undir samning Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna, um tannlækningar barna.

2. gr.

Orðið "mjög" í fyrirsögn IV. kafla fellur brott.

3. gr.

Orðið "mjög" í 1. og 3. mgr. 14. gr. fellur brott.

4. gr.

Orðið "mjög" í greinarfyrirsögn og 3. tölul. 15. gr. fellur brott.

5. gr.

Orðið "mjög" í greinarfyrirsögn og 1. málsl. 1. mgr. 16. gr. fellur brott.

6. gr.

Í stað orðanna "Heimildin gildir til og með 31. desember 2014" í 2. málsl. 21. gr. kemur: Heimildin gildir frá og með 1. janúar 2015 til og með 31. desember 2016.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr., 1. mgr. 29. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum öðlast þegar gildi. Ákvæði 6. gr. sem telst vera ívilnandi gildir um þjónustu sem veitt er frá 1. janúar 2015.

Velferðarráðuneytinu, 6. mars 2015.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Sveinn Magnússon.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica