Velferðarráðuneyti

1084/2014

Reglugerð um heilbrigðisumdæmi. - Brottfallin

I. KAFLI

Almennt.

1. gr.

Markmið og tilgangur.

Með skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi er lagður grunnur að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu í því skyni að efla og bæta þjónustuna og tryggja landsmönnum jafnan aðgang að henni.

2. gr.

Heilbrigðisstofnanir í heilbrigðisumdæmum.

Í hverju heilbrigðisumdæmi eins og þau eru afmörkuð í reglugerð þessari skal starfrækt heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Með almennri heilbrigðisþjónustu er átt við heilsugæslu, þjónustu og hjúkrun á hjúkrunarheimilum og hjúkrunarrýmum stofnana og almenna sjúkrahúsþjónustu.

3. gr.

Þróun og samráð innan heilbrigðisumdæma.

Forstjóri heilbrigðisstofnunar sem rekin er af ríkinu til að veita almenna heilbrigðis­þjónustu í heilbrigðisumdæmi skal hafa forgöngu um þróun og eflingu heilbrigðisþjónustu í umdæminu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og í samvinnu við aðila sem veita almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í umdæminu.

Forstjóri skal boða landshlutasamtök sveitarstjórna í umdæmi sínu til samráðs- og upp­lýsingafunda um starfsemi stofnunar og þróun þjónustunnar eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Séu fyrirhugaðar grundvallarbreytingar á staðbundinni þjónustu skal hann jafn­framt boða til samráðs- og upplýsingafunda með einstökum sveitarstjórnum.

Í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisumdæmi Norðurlands skulu annars vegar forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og forstjóri Landspítala og hins vegar forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri hafa með sér samvinnu um heilbrigðisþjónustu í umdæminu, með gæði hennar og hag­kvæmni að leiðarljósi. Í því sambandi skal m.a. horft til sveigjanleika, verka­skipt­ingar og samnýtingar rekstrarþátta eftir því sem við getur átt.

4. gr.

Samráðsnefnd forstjóra heilbrigðisstofnana.

Forstjórar heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum og forstjórar Landspítalans, Sjúkra­hússins á Akureyri og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eiga sæti í samráðsnefnd for­stjóra heilbrigðisstofnana. Nefndin kýs formann og varaformann úr sínum hópi. Nefnd­inni er ætlað að skapa samráðsvettvang þar sem forstjórar heilbrigðisstofnana miðla þekkingu og reynslu og stuðla að sameiginlegri þróun og hagkvæmni í rekstri heil­brigðis­þjónust­unnar. Ráðherra getur sett samráðsnefnd forstjóra heilbrigðisstofnana nánari starfs­reglur.

5. gr.

Ráðgjafarnefndir heilbrigðisumdæma.

Ráðherra skipar þriggja til fimm manna ráðgjafarnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi. Ráð­herra skipar formenn ráðgjafarnefndanna og setur þeim erindisbréf.

Nefndirnar skulu vera ráðherra til ráðgjafar um úrbætur í skipulagi og rekstri heil­brigðis­þjónustu í heilbrigðisumdæmi með það að markmiði að veita sem besta heil­brigðis­þjónustu innan ramma fjárveitinga. Ráðgjafarnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi skal jafnframt vera forstjóra og framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnana í umdæminu til ráðu­neytis og stuðnings og funda reglulega með þeim um starfsemi stofnunar og skipulag heil­brigðis­þjónustu í umdæminu. Forstjórar skulu upplýsa nefndirnar reglulega um rekstrar­stöðu stofnunar.

6. gr.

Heilbrigðisumdæmi.

Landinu skal skipt í eftirfarandi heilbrigðisumdæmi:

 1. Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins.
 2. Heilbrigðisumdæmi Vesturlands.
 3. Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða.
 4. Heilbrigðisumdæmi Norðurlands.
 5. Heilbrigðisumdæmi Austurlands.
 6. Heilbrigðisumdæmi Suðurlands.
 7. Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja.

II. KAFLI

Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins.

7. gr.

Umdæmismörk.

Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins nær yfir sveitarfélögin Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og fyrrum sveitarfélagið Þingvallasveit.

8. gr.

Heilbrigðisþjónusta í umdæmi.

Í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins skulu eftirfarandi heilbrigðisstofnanir sem ríkið rekur veita almenna heilbrigðisþjónustu að því marki sem sveitarfélögum eða öðrum aðilum hefur ekki verið falið að veita þjónustuna:

 1. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.
 2. Landspítalinn.

III. KAFLI

Heilbrigðisumdæmi Vesturlands.

9. gr.

Umdæmismörk.

Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Hval­fjarðar­sveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundar­fjarðar­bæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Stranda­byggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.

10. gr.

Heilbrigðisþjónusta í umdæmi.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands að því marki sem sveitarfélögum eða öðrum aðilum hefur ekki verið falið að veita þjónustuna.

IV. KAFLI

Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða.

11. gr.

Umdæmismörk.

Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða nær yfir sveitarfélögin Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp.

12. gr.

Heilbrigðisþjónusta í umdæmi.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vest­fjarða að því marki sem sveitarfélögum eða öðrum aðilum hefur ekki verið falið að veita þjónustuna.

V. KAFLI

Heilbrigðisumdæmi Norðurlands.

13. gr.

Umdæmismörk.

Heilbrigðisumdæmi Norðurlands nær yfir sveitarfélögin Húnavatnshrepp, Blönduósbæ, Skaga­byggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Fjalla­byggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkaupstað, Sval­barðs­strandar­hrepp, Grýtubakkahrepp, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshrepp, Skútu­staða­hrepp, Svalbarðshrepp og Langanesbyggð að frátöldum fyrrum Skeggja­staða­hreppi.

14. gr.

Heilbrigðisþjónusta í umdæmi.

Í heilbrigðisumdæmi Norðurlands skulu eftirfarandi heilbrigðisstofnanir sem ríkið rekur veita almenna heilbrigðisþjónustu eftir því sem við á og að því marki sem sveitarfélögum eða öðrum aðilum hefur ekki verið falið að veita þjónustuna:

 1. Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
 2. Sjúkrahúsið á Akureyri.

VI. KAFLI

Heilbrigðisumdæmi Austurlands.

15. gr.

Umdæmismörk.

Heilbrigðisumdæmi Austurlands nær yfir sveitarfélögin Vopnafjarðarhrepp, Fljóts­dals­hérað, Fljótsdalshrepp, Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað, Fjarða­byggð, Breið­dals­hrepp, Djúpavogshrepp og fyrrum Skeggjastaðahrepp.

16. gr.

Heilbrigðisþjónusta í umdæmi.

Heilbrigðisstofnun Austurlands veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Austurlands að því marki sem sveitarfélögum eða öðrum aðilum hefur ekki verið falið að veita þjónustuna.

VII. KAFLI

Heilbrigðisumdæmi Suðurlands.

17. gr.

Umdæmismörk.

Heilbrigðisumdæmi Suðurlands nær yfir Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbæ, Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð að frátöldu fyrrum sveitarfélaginu Þingvallasveit, Hrunamannahrepp, Sveitarfélagið Árborg, Flóahrepp, Ásahrepp, Skeiða- og Gnúp­verja­hrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp, Sveitar­félagið Hornafjörð og Vestmannaeyjabæ.

18. gr.

Heilbrigðisþjónusta í umdæmi.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Suðurlands að því marki sem sveitarfélögum eða öðrum aðilum hefur ekki verið falið að veita þjónustuna.

VIII. KAFLI

Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja.

19. gr.

Umdæmismörk.

Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja nær yfir sveitarfélögin Sandgerðisbæ, Sveitarfélagið Garð, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélagið Voga.

20. gr.

Heilbrigðisþjónusta í umdæmi.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Suðurnesja að því marki sem sveitarfélögum eða öðrum aðilum hefur ekki verið falið að veita þjónustuna.

IX. KAFLI

Gildistaka.

21. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. og 6. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 785/2007 um heilbrigðisumdæmi, með síðari breytingum.

Velferðarráðuneytinu, 24. nóvember 2014.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Sveinn Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica