Velferðarráðuneyti

1159/2014

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 313/2013 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

 1. Á eftir 1. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Gjald sjúkratryggðs vegna kaupa á lyfjum verður hlutfallsgjald og þrepaskipt eftir uppsöfnuðum lyfjakostnaði sjúkratryggðs, sbr. 29. gr. laga um sjúkratryggingar.
 2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi:

Veiti lyfjabúð sjúkratryggðum afslátt frá greiðsluþátttökuverði skal tilkynna Sjúkratrygg­ingum Íslands um afsláttinn og reiknar stofnunin gjald sjúkratryggðs miðað við þrepa­stöðu viðkomandi.

 1. Í stað "24.075 kr." í 1. og 2. málsl. 4. mgr. kemur: 22.000 kr.
 2. Í stað "24.075 kr." í 1. tölul. 4. mgr. kemur 22.000 kr. og í stað "96.300 kr." kemur: 87.000 kr.
 3. Í stað "96.300 kr." í 2. tölul. 4. mgr. kemur: 87.000 kr.
 4. Í stað "69.416 kr." í 5. mgr. kemur: 62.000 kr.
 5. Í stað "16.050 kr." í 1. og 2. málsl. 6. mgr. kemur: 14.500 kr.
 6. Í stað "16.050 kr." í 1. tölul. 6. mgr. kemur: 14.500 kr. og í stað "64.200 kr." kemur: 57.000 kr.
 7. Í stað "64.200 kr." í 2. tölul. 6. mgr. kemur: 57.000 kr.
 8. Í stað "46.277 kr." í 7. mgr. kemur: 41.000 kr.

2. gr.

4. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað "39 kr." í 2. tölul. 2. mgr. kemur: 40 kr.
 2. Í stað "38 kr." í 3. tölul. 2. mgr. kemur: 39 kr.
 3. Í stað 3. mgr. koma tvær málsgreinar, svohljóðandi:

Hagkvæmustu pakkningar í flokknum M 05 B eru metnar út frá verði á skilgreindum dagskammti í pakkningu og taka sjúkratryggingar þátt í greiðslu þeirra pakkninga sem innihalda dagskammta á greiðsluþátttökuverði: 47 kr. eða lægra.

Hagkvæmustu pakkningar í flokknum N 05 A eru metnar út frá verði á skilgreindum dagskammti í pakkningu skammtaðra lyfjaforma og taka sjúkratryggingar þátt í greiðslu þeirra pakkninga sem innihalda dagskammta á greiðsluþátttökuverði: 605 kr. eða lægra.

4. gr.

1. tölul. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Í lausasölulyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ákveðið að veita almenna greiðslu­þátttöku. Miðað er við stærstu pakkningar til nota í langtímameðferð. Ef þeim er ávísað með lyfseðli, þá er greitt skv. 4. gr.

5. gr.

Á eftir orðinu "göngudeild" í lok 1. mgr. 15. gr. kemur: eða dagdeild og inniliggjandi sjúk­lingum á heilbrigðisstofnunum.

6. gr.

Á eftir orðunum "laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum" í fyrri málsl. 18. gr. reglugerðarinnar kemur: og 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breyt­ingum.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, og 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2015.

Velferðarráðuneytinu, 19. desember 2014.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Sveinn Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica