Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

412/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 817/2012, um sóttvarnaráðstafanir.

1. gr.

2. mgr. 11. gr. hljóðar svo:

Lyf við tilkynningarskyldum sjúkdómi, sbr. viðauka II í fylgiskjali 1, ávísað frá göngudeildum skv. 1. gr., heilsugæslustöð eða af sérgreinalækni greiðist af Sjúkratryggingum Íslands. Leyfisskyld lyf eru greidd af Sjúkratryggingum Íslands, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 313/2013 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. Læknir skal staðfesta á lyfseðli að um tilkynningarskyldan sjúkdóm sé að ræða. Sjúkratryggingar Íslands geta sett skilyrði um að notuð séu ódýrustu lyfin hverju sinni ef um er að velja fleiri en eitt lyf með sambærilega verkun. Samþykki fyrir fullri greiðsluþátttöku sjúkratrygginga skal að jafnaði háð því að notaðar séu hagkvæmustu pakkningastærðir hverju sinni og að tilkynning um smitsjúkdóm hafi verið send sóttvarnalækni.

2. gr.

Í stað viðauka II "Lyf við tilkynningarskyldum sjúkdómum sem greiðast af göngudeildum eða Sjúkratryggingum Íslands, sbr. 11. gr." komi nýr viðauki sem birtur er með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, sbr. 12., 16. og 17. gr., öðlast gildi frá og með 4. maí 2013.

Velferðarráðuneytinu, 24. apríl 2013.

Guðbjartur Hannesson.

Vilborg Ingólfsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.