Velferðarráðuneyti

48/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 12/2009, um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um búferlastyrki, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. mgr. orðast svo:

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki eða stofnun um greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði til handa hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun vegna ráðningar atvinnuleitanda, sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, í starfsþjálfun hjá fyrirtækinu eða stofnuninni enda um að ræða vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum. Hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun skal á móti greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings. Markmið samningsins er að atvinnuleitandinn fái tækifæri til að þjálfa sig í þeirri starfsgrein sem fyrirtækið eða stofnunin starfar innan til að auka hæfni sína til slíkra starfa á vinnumarkaði enda sé hann reiðubúinn að ráða sig til framtíðarstarfa innan starfsgreinarinnar.

b. Í stað 2. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals í 24 mánuði eða lengur þegar samningur skv. 1. mgr. er gerður er Vinnumálastofnun heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi atvinnurekanda á grundvelli samningsins með eftirfarandi hætti:

 1. Fjárhæð sem nemur 100% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðningin fram á tímabilinu 1. nóvember til og með 31. mars.
 2. Fjárhæð sem nemur 90% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðningin fram á tímabilinu 1. apríl til og með 31. maí eða 1. september til og með 31. október.
 3. Fjárhæð sem nemur 80% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðningin fram á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals skemur en 24 mánuði þegar samningur skv. 1. mgr. er gerður er Vinnumálastofnun heimilt að greiða styrk til atvinnu­rekanda á grundvelli samningsins sem nemur 50% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta sam­kvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr.

Heimilt er að gera samning skv. 1. mgr. að hámarki til sex mánaða og óheimilt er að framlengja gildistíma samningsins vegna sama atvinnuleitanda nema atvinnuleitandinn hafi skerta starfsorku og nauðsynlegt sé að veita honum lengri tíma til hæfingar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. mgr. orðast svo:

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki eða stofnun um greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði til handa hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun vegna reynslu­ráðningar atvinnuleitanda, sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til fyrir­tækisins eða stofnunarinnar enda um að ræða vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum. Hlutaðeigandi fyrir­tæki eða stofnun skal á móti greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings. Markmið samningsins er að atvinnuleitandinn fái tækifæri til að öðlast reynslu í þeirri starfsgrein sem fyrirtækið eða stofnunin starfar innan og að veita fyrir­tækinu eða stofnuninni tækifæri til að ráða atvinnuleitanda til reynslu í þeim tilgangi að stuðla að framtíðarráðningu hans innan fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

b. Í stað 2. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals í 24 mánuði eða lengur þegar samningur skv. 1. mgr. er gerður er Vinnumálastofnun heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi atvinnurekanda á grundvelli samningsins með eftirfarandi hætti:

 1. Fjárhæð sem nemur 100% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðningin fram á tímabilinu 1. nóvember til og með 31. mars.
 2. Fjárhæð sem nemur 90% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðningin fram á tímabilinu 1. apríl til og með 31. maí eða 1. september til og með 31. október.
 3. Fjárhæð sem nemur 80% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðn­ingin fram á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals skemur en 24 mánuði þegar samningur skv. 1. mgr. er gerður er Vinnumálastofnun heimilt að greiða styrk til atvinnurekanda á grundvelli samningsins sem nemur 50% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr.

Heimilt er að gera samning skv. 1. mgr. að hámarki til sex mánaða og óheimilt er að framlengja gildistíma samningsins vegna sama atvinnuleitanda nema atvinnuleitandinn hafi skerta starfsorku og nauðsynlegt sé að veita honum lengri tíma til hæfingar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað orðanna "greiðir Vinnumálastofnun honum á sama tíma atvinnuleysisbætur sem hann á rétt til á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar" kemur: er Vinnumálastofnun heimilt að greiða honum styrk sem nemur fjárhæð þeirra grunnatvinnuleysisbóta sem atvinnuleitandinn hefði ella átt rétt til úr Atvinnuleysistryggingasjóði auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð.

b. 4. mgr. orðast svo:

Sá tími sem atvinnutengd endurhæfing atvinnuleitanda skv. 1. mgr. stendur yfir telst hvorki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. mgr. orðast svo:

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök um greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði til handa hlutaðeigandi fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum vegna ráðningar atvinnuleitanda, sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til fyrirtækisins, stofnunarinnar eða frjálsu félagasamtakanna til að starfa við sérstök tímabundin átaksverkefni sem eru umfram lögbundin og venjuleg umsvif enda um að ræða vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum. Hlutaðeigandi fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök skulu á móti greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings.

b. Í stað 2. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals í 24 mánuði eða lengur þegar samningur skv. 1. mgr. er gerður er Vinnumálastofnun heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi atvinnurekanda á grundvelli samningsins með eftirfarandi hætti:

 1. Fjárhæð sem nemur 100% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðningin fram á tímabilinu 1. nóvember til og með 31. mars.
 2. Fjárhæð sem nemur 90% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðningin fram á tímabilinu 1. apríl til og með 31. maí eða 1. september til og með 31. október.
 3. Fjárhæð sem nemur 80% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr., enda fari ráðningin fram á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals skemur en 24 mánuði þegar samningur skv. 1. mgr. er gerður er Vinnumálastofnun heimilt að greiða styrk til atvinnu­rekanda á grundvelli samningsins sem nemur 50% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta sam­kvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði, sbr. 4. mgr.

Heimilt er að gera samning skv. 1. mgr. að hámarki til sex mánaða og óheimilt er að fram­lengja gildistíma samningsins vegna sama atvinnuleitanda.

5. gr.

1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Vinnumálastofnun er heimilt að veita sérstakan styrk til fyrirtækis eða stofnunar á grundvelli sérstaks frumkvöðlasamnings skv. 8. gr. þegar atvinnuleitandi á rétt á hlutfallslegum grunn­atvinnuleysisbótum úr Atvinnuleysistryggingasjóði, sbr. einnig 20. gr. Þegar samningur felur í sér fullt starf skal styrkurinn að hámarki nema mismun óskertra grunn­atvinnuleysis­bóta auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð og þeirra grunnatvinnuleysisbóta sem miðað er við skv. 8. gr. að því er varðar viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð. Þegar samningur felur í sér hlutastarf skal styrkurinn að hámarki nema mismun skertra grunnatvinnuleysisbóta í samræmi við starfshlutfallið sem ráðið er í auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð og þeirra grunnatvinnuleysisbóta sem miðað er við skv. 8. gr. auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð. Þessi styrkur skal greiddur samhliða styrk til fyrirtækis eða stofnunar skv. 8. gr.

6. gr.

19. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

7. gr.

Á eftir orðunum "sem og 4. gr. a" í ákvæði til bráðabirgða II í reglugerðinni kemur: auk ákvæðis til bráðabrigða III og IV.

8. gr.

Við reglugerðina bætast tvö ný ákvæði, ákvæði til bráðabirgða III og IV, svohljóðandi, ásamt fyrirsögnum:

a. (III)

Tímabundin ráðning í starf í tengslum við verkefnið "Liðsstyrkur".

Á árinu 2013 er Vinnumálastofnun heimilt að gera samning við fyrirtæki eða stofnun um greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði til handa hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun vegna ráðningar atvinnuleitanda, sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur, til starfa hjá fyrirtækinu eða stofnuninni enda um að ræða vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum. Hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun skal á móti greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings. Hið sama gildir vegna ráðningar atvinnuleitenda sem fullnýttu rétt sinn til atvinnuleysisbóta innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tímabilinu 1. september til 31. desember 2012 eða fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta innan atvinnuleysis­trygg­inga­kerfisins á árinu 2013 enda fari gildistími samningsins ekki umfram tólf mánuði frá því að viðkomandi atvinnuleitanda barst síðasta greiðsla atvinnuleysisbóta innan kerfisins samkvæmt lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, á framangreindum tímabilum.

Markmið samnings skv. 1. mgr. er meðal annars að virkja atvinnuleitendur sem fullnýttu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tímabilinu 1. september til 31. desember 2012 eða fullnýta rétt sinn innan kerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi hjá þessum hópi leiði til óvinnufærni til frambúðar.

Í samningi skv. 1. mgr. um ráðningu atvinnuleitanda til að gegna tilteknu starfi skal miða við 100% starf í sex mánuði eða 80% starf í sjö mánuði. Í undantekningartilvikum þegar um er að ræða atvinnuleitanda sem annaðhvort er í hlutastarfi en er þó að leita að fullu starfi eða hefur verið hlutfallslega tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins er þó heimilt að kveða í samningi skv. 1. mgr. á um að heimilt sé að ráða viðkomandi atvinnuleitanda í lægra starfshlutfall en 100%, en þó að lágmarki í 50% starfshlutfall, í sjö mánuði.

Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til atvinnurekanda á grundvelli samnings skv. 1. mgr. með eftirfarandi hætti:

 1. Fjárhæð sem nemur 100% fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda, sbr. 3. mgr., auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex eða sjö mánuði, eftir því sem við á, sbr. 3. mgr., með hverju starfstengdu vinnumarkaðsúrræði sem verður tilbúið til miðlunar til og með 31. mars 2013.
 2. Fjárhæð sem nemur 90% fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda, sbr. 3. mgr., auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex eða sjö mánuði, eftir því sem við á, sbr. 3. mgr., með hverju starfstengdu vinnumarkaðsúrræði sem verður tilbúið til miðlunar á tímabilinu 1. apríl til og með 31. maí 2013.
 3. Fjárhæð sem nemur 80% fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda, sbr. 3. mgr., auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að sex eða sjö mánuði, eftir því sem við á, sbr. 3. mgr., með hverju starfstengdu vinnumarkaðsúrræði sem verður tilbúið til miðlunar á tímabilinu 1. júní eða síðar á árinu 2013.

Vinnumálastofnun, fyrirtækið eða stofnunin og atvinnuleitandinn skulu undirrita samning skv. 1. mgr. um samþykki sitt.

Skilyrði fyrir greiðslu styrks á grundvelli samnings skv. 1. mgr. eru meðal annars að:

 1. ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda hlut­að­eigandi fyrirtækis eða stofnunar,
 2. hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar viðkomandi atvinnuleitanda kemur,
 3. hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt starfs­mönnum upp störfum sem gegnt höfðu starfi sem fyrirhugað er að ráða við­kom­andi atvinnuleitanda til að gegna,
 4. ráðning viðkomandi atvinnuleitanda til hlutaðeigandi stofnunar eða fyrirtækis feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinarinnar á því svæði sem um ræðir hverju sinni og
 5. staðfesting á launagreiðslu til viðkomandi atvinnuleitanda fylgi með reikningi hlutað­eigandi fyrirtækis eða stofnunar til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings skv. 1. mgr.

Samningur skv. 1. mgr. fellur úr gildi komi til slita á ráðningarsambandi milli hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og viðkomandi atvinnuleitanda á gildistíma samningsins. Fellur þá jafnframt niður heimild Vinnumálastofnunar til greiðslu styrks samkvæmt ákvæði þessu. Hið sama gildir séu skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu ekki lengur uppfyllt að mati Vinnumálastofnunar.

Vinnumálastofnun er óheimilt að greiða styrk samkvæmt ákvæði þessu lengur en samtals sjö mánuði vegna sama atvinnuleitanda, sbr. a til c-lið 4. mgr.

Sá tími sem ráðning atvinnuleitanda skv. 1. mgr. stendur yfir telst ekki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna. Jafnframt telst sá tími sem ráðning atvinnuleitanda skv. 1. mgr. stendur yfir ekki til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga í þeim tilvikum þegar viðkomandi atvinnuleitandi er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins þegar samningurinn er gerður.

Ákvæði þetta gildir til og með 31. desember 2013.

b. (IV.)

Atvinnutengd endurhæfing í tengslum við verkefnið "Liðsstyrkur".

Á árinu 2013 er Vinnumálastofnun heimilt að gera sérstakan starfsendurhæfingarsamning við atvinnuleitanda sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur. Enn fremur er Vinnu­mála­stofnun heimilt að gera sérstakan starfsendurhæfingarsamning við atvinnuleitanda sem fullnýtti rétt sinn til atvinnuleysisbóta innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tímabilinu 1. september til 31. desember 2012 eða fullnýtir rétt sinn til atvinnuleysisbóta innan atvinnu­leysis­tryggingakerfisins á árinu 2013 enda fari gildistími samningsins ekki umfram tólf mánuði frá því að viðkomandi atvinnuleitanda barst síðasta greiðsla atvinnuleysisbóta innan kerfisins samkvæmt lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, á framan­greindum tímabilum. Með starfsendurhæfingarsamningnum skuldbindur atvinnu­leit­andi sig til að taka fullan þátt í starfsendurhæfingaráætlun sem hann hefur gert í samvinnu við ráðgjafa Vinnumálastofnunar og aðra þjónustuaðila, þegar við á, sbr. 15. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Skilyrði er að starfsendurhæfingaráætlunin komi til með að nýtast atvinnu­leitandanum beint við atvinnuleit að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og sé til þess fallin að skila honum árangri við að finna starf.

Vinnumálastofnun er heimilt að greiða atvinnuleitanda skv. 1. mgr. styrk sem nemur fjárhæð þeirra grunnatvinnuleysisbóta sem atvinnuleitandi átti rétt til úr Atvinnuleysistryggingasjóði auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð á gildistíma starfsendurhæfingarsamningsins.

Atvinnuleitandi skal eiga regluleg samskipti við ráðgjafa Vinnumálastofnunar og aðra þjón­ustuaðila, þegar við á, meðan á gildistíma starfsendurhæfingarsamnings stendur en hann þarf ekki að vera í virkri atvinnuleit á sama tíma.

Gildistími hvers starfsendurhæfingarsamnings getur að hámarki verið þrettán vikur. Heimilt er að framlengja starfsendurhæfingarsamninginn einu sinni enda hafi starfsendurhæfingin borið viðunandi árangur að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

Sá tími sem starfsendurhæfing á grundvelli starfsendurhæfingarsamnings skv. 1. mgr. stendur yfir telst ekki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnu­leysis­tryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna. Jafnframt telst sá tími sem ráðning atvinnuleitanda skv. 1. mgr. stendur yfir ekki til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga í þeim tilvikum þegar viðkomandi atvinnuleitandi er tryggður innan atvinnu­leysis­trygg­ingakerfisins þegar samningurinn er gerður.

Ákvæði þetta gildir til og með 31. desember 2013.

9. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 62., 63. og 64. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, að fenginni tillögu stjórnar Atvinnu­leysis­trygg­ingasjóðs, og 3. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 23. janúar 2013.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica