Velferðarráðuneyti

1228/2011

Reglugerð um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2012 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. - Brottfallin

1. gr.

Fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra lang­veikra eða alvarlega fatlaðra barna skulu vera sem hér segir fyrir árið 2012:

  1. Hámarksfjárhæð skv. 3. mgr. 11. gr. laganna skal nema 587.127 kr. á mánuði.
  2. Greiðsla til foreldris í námi skv. 14. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. laganna skal nema 164.685 kr. á mánuði.
  3. Grunngreiðsla skv. 1. mgr. 19. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna skal nema 164.685 kr. á mánuði.
  4. Barnagreiðslur skv. 1. mgr. 21. gr. laganna skulu nema 24.230 kr. á mánuði.
  5. Sérstakar barnagreiðslur skv. 1. mgr. 21. gr. laganna skulu nema 7.014 kr. á mánuði vegna tveggja barna og 18.237 kr. á mánuði vegna þriggja barna.
  6. Frítekjumark skv. 2. mgr. 22. gr. laganna skal vera 58.965 kr. á mánuði.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 10. mgr. 11. gr., 3. mgr. 16. gr., 4. mgr. 20. gr., 4. mgr. 21. gr. og 2. mgr. 22. gr., sbr. 31. gr. laga nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. lög nr. 158/2007, öðlast gildi 1. janúar 2012. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1008/2010 um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2011 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, með síðari breytingu.

Velferðarráðuneytinu, 22. desember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica