1. gr.
3. gr. orðast svo:
Á sérhverjum pakka sem inniheldur tóbaksvörur, að undanskildu reyklausu tóbaki, skulu vera eftirfarandi viðvaranir og upplýsingar samkvæmt fylgiskjali:
a. Önnur þeirra almennu viðvörunar sem fer hér á eftir:
Viðvaranir þessar skal nota til skiptis og þannig að þær birtist með reglubundnum hætti. Viðvörunin skal prentuð á þann flöt einingarpakkans sem er mest áberandi og á allar ytri umbúðir, að undanskildum gagnsæjum umbúðum, sem eru notaðar í smásölu á vörunni.
b. Viðvörunartexti sem fylgir hverri viðvörunarmynd samkvæmt fylgiskjali:
Viðvaranir þessar skulu notaðar til skiptis og þannig að tryggt sé að þær birtist með reglubundnum hætti. Viðvörun skal prentuð á hinn flöt einingarpakkans sem er mest áberandi þannig að snið og hlutföll frumskjalsins og myndræn heild myndar og texta haldist. Viðvörunin skal einnig vera á öllum ytri umbúðum, að undanskildum gagnsæjum umbúðum, sem eru notaðar í smásölu á vörunni.
c. Upplýsingar um þá aðstoð sem í boði er fyrir þá sem vilja hætta að reykja samkvæmt fylgiskjali:
Upplýsingar þessar skulu birtar sem hluti viðvörunarmynda sem getið er í b-lið þessarar greinar, í samræmi við fyrirmyndir í fylgiskjali.
2. gr.
4. mgr. 7. gr. orðast svo:
Upplýsingar skv. c-lið 3. gr. skulu vera prentaðar innan viðvörunarramma sbr. e-lið 2. mgr.
3. gr.
Nýtt fylgiskjal kemur í stað hins eldra og er það birt með reglugerð þessari.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 6. og 8. gr. laga um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 14. desember 2011.
Guðbjartur Hannesson.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)