Velferðarráðuneyti

63/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1175/2011 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

1. gr.

Við 19. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 13. og 15. gr. um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við geisla- og myndgreiningar skal ómskoðun á vegum Krabbameinsfélags Íslands, á brjóstum og nærliggjandi svæði þeirra kvenna sem fengið hafa ígrædda PIP (Poly Implant Prothese) sílikonbrjóstapúða frá árinu 2000, vera konunum að kostnaðarlausu á tímabilinu 23. janúar 2012 til og með 15. maí 2012.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 25. janúar 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica