Velferðarráðuneyti

162/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 12/2009, um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um búferlastyrki, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "Með undirritun sinni samþykkir atvinnuleitandinn að Vinnumálastofnun greiði grunnatvinnuleysisbætur hans ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð beint til fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem greiðir honum laun." í 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna "á rétt til" í 2. mgr. kemur: ætti ella rétt til.
  3. 5. mgr. orðast svo:

    Sá tími sem starfsþjálfun atvinnuleitanda skv. 1. mgr. stendur yfir telst hvorki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða X sömu laga.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "Með undirritun sinni samþykkir atvinnuleitandinn að Vinnumálastofnun greiði grunnatvinnuleysisbætur hans ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð beint til fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem greiðir honum laun." í 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna "á rétt til" í 2. mgr. kemur: ætti ella rétt til.
  3. 5. mgr. orðast svo:

    Sá tími sem reynsluráðning atvinnuleitanda skv. 1. mgr. stendur yfir telst hvorki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða X sömu laga.

3. gr.

Á eftir 4. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 4. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:

Vinnustaðaþjálfun.

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki eða stofnun um vinnu­staða­þjálfun atvinnuleitanda sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins enda um að ræða vinnumarkaðsúrræði skv. d-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum. Vinnumálastofnun, fyrirtækið eða stofnunin og atvinnuleitandinn skulu undirrita samninginn um samþykki sitt. Með undirritun sinni samþykkir atvinnuleitandinn jafnframt að sinna því starfi sem honum er falið á grundvelli samningsins undir leiðsögn viðkomandi vinnuveitanda eða fulltrúa hans. Þá samþykkir Vinnumálastofnun með undirritun sinni að greiða atvinnuleitandanum atvinnuleysisbætur sem hann á rétt til á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar og fyrirtækið eða stofnunin samþykkir að sjá til þess að atvinnuleitandinn sé sjúkra- og slysatryggður við störf sín. Markmið samningsins er að atvinnuleitandinn fái tækifæri til að þjálfa sig og undirbúa fyrir frekari þátttöku á vinnumarkaði.

Samningurinn skal vera gerður að hámarki til átta vikna og óheimilt er að framlengja hann vegna sama atvinnuleitanda nema atvinnuleitandinn hafi skerta starfsorku og nauð­synlegt sé að veita honum lengri tíma til hæfingar að mati ráðgjafa Vinnumála­stofnunar.

Fyrirtækið eða stofnunin skal tilnefna sérstakan tengilið sem skal vera leiðbeinandi atvinnuleitanda á vinnustað auk þess að vera í reglulegum samskiptum við ráðgjafa Vinnumálastofnunar á gildistíma samningsins skv. 1. mgr. til að meta framvindu hans. Atvinnuleitandi skal jafnframt vera í reglulegum samskiptum við ráðgjafa Vinnumála­stofnunar en hann þarf ekki að vera í virkri atvinnuleit á sama tíma. Enn fremur skal atvinnuleitandi sækja námskeið sem skipulagt er sem hluti vinnustaða­þjálfunar.

Sá tími sem vinnustaðaþjálfun atvinnuleitanda skv. 1. mgr. stendur yfir telst ekki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:

i)

Á eftir orðunum "felur ekki í sér" kemur: verulega.

ii)

Orðin "Með undirritun sinni samþykkir atvinnuleitandinn að Vinnu­mála­stofnun greiði grunnatvinnuleysisbætur hans ásamt 8% mót­framlagi í lífeyrissjóð beint til fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem greiðir honum laun." falla brott.

iii)

Í stað orðanna "á rétt til" kemur: ætti ella rétt til.



  1. 5. mgr. orðast svo:

    Sá tími sem ráðning atvinnuleitanda á grundvelli frumkvöðlasamnings skv. 1. mgr. stendur yfir telst hvorki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða X sömu laga.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "Með undirritun sinni samþykkir atvinnuleitandinn að Vinnumálastofnun greiði grunnatvinnuleysisbætur hans ásamt 8% mótframlagi í lífeyrissjóð beint til fyrirtækis, stofnunar eða frjálsra félagasamtaka sem greiða honum laun." í 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna "á rétt til" í 2. mgr. kemur: ætti ella rétt til.
  3. 5. mgr. orðast svo:

    Sá tími sem þátttaka atvinnuleitanda í átaksverkefni skv. 1. mgr. stendur yfir telst hvorki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða X sömu laga.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "atvinnuleitandi á rétt til grunnatvinnuleysisbóta sem" kemur: grunnatvinnuleysisbætur sem miðað er við skv. 3., 4., 8. og 9. gr. að því er varðar viðkomandi atvinnuleitanda.
  2. Í stað orðanna "atvinnuleitandi á rétt til úr Atvinnuleysistryggingasjóði" í tvígang kemur: miðað er við skv. 3., 4., 8. og 9. gr. að því er varðar viðkomandi atvinnuleitanda.

7. gr.

19. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

8. gr.

20. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

9. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:

Ráðning í starf í tengslum við verkefnið "Vinnandi vegur".

Á tímabilinu 22. febrúar 2012 til 31. maí 2012 er Vinnumálastofnun heimilt að gera samning við fyrirtæki eða stofnun sem ræður til starfa atvinnuleitanda sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins um greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði til handa hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun vegna ráðningarinnar enda um að ræða vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnu­markaðs­aðgerðir, með síðari breytingum. Markmið slíks samnings er meðal annars að stuðla að framtíðarráðningu viðkomandi atvinnuleitanda innan hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar. Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk samkvæmt ákvæði þessu með eftir­farandi hætti:

  1. Í allt að sex mánuði hafi viðkomandi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnu­leysis­bætur skemur en tólf mánuði samtals á síðustu þremur árum áður en til ráðn­ingar kemur samkvæmt ákvæði þessu. Fjárhæð styrksins skal nema þeirri fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta sem viðkomandi atvinnuleitandi ætti ella rétt til úr Atvinnu­leysis­tryggingasjóði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall hans auk 8% mótframlags í lífeyrissjóð en fyrirtækið eða stofnunin skal greiða atvinnuleitandanum laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjara­samn­ings.
  2. Í allt að tólf mánuði hafi viðkomandi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnu­leysis­bætur samtals í tólf mánuði eða lengur á síðustu þremur árum áður en til ráðningar kemur samkvæmt ákvæði þessu. Fjárhæð styrksins skal nema fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags í lífeyris­sjóð en fyrirtækið eða stofnunin skal greiða atvinnuleitandanum laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings. Styrkur er greiddur samkvæmt ákvæði þessu enda þótt sá tími sem ella væri heimilt að greiða viðkomandi atvinnu­leitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða X sömu laga, sé styttri en ráðningartíminn sem um ræðir enda séu skilyrði fyrir greiðslu styrks uppfyllt.

Vinnumálastofnun, fyrirtækið eða stofnunin og atvinnuleitandinn skulu undirrita samn­ing­inn um samþykki sitt.

Skilyrði fyrir greiðslu styrks á grundvelli samnings skv. 1. mgr. eru:

  1. að ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar,
  2. að hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar kemur samkvæmt ákvæði þessu,
  3. að hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt starfsmönnum upp störfum sem gegnt höfðu störfum sem fyrirhugað er að ráða atvinnuleitendur til að gegna á grundvelli ákvæðis þessa,
  4. að ráðning viðkomandi atvinnuleitanda til hlutaðeigandi stofnunar eða fyrirtækis feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinarinnar á því svæði sem um ræðir hverju sinni og
  5. að staðfesting á launagreiðslu til viðkomandi atvinnuleitanda fylgi með reikningi hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar til Vinnumálastofnunar.

Samningur skv. 1. mgr. fellur úr gildi komi til slita á ráðningarsambandi milli hlut­að­eigandi fyrirtækis eða stofnunar og viðkomandi atvinnuleitanda á gildistíma samnings­ins. Hið sama gildir séu skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysis­trygg­inga­sjóði samkvæmt ákvæði þessu ekki lengur uppfyllt að mati Vinnumálastofnunar.

Vinnumálastofnun er óheimilt að greiða styrk samkvæmt ákvæði þessu lengur en sam­tals tólf mánuði vegna sama atvinnuleitanda, sbr. þó a-lið 1. mgr.

Sá tími sem ráðning atvinnuleitanda skv. 1. mgr. stendur yfir telst hvorki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða X sömu laga.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 62. gr. og 64. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnu­leysis­tryggingasjóðs, og 3. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðs­aðgerðir, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumála­stofn­unar, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 20. febrúar 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica