Félags- og tryggingamálaráðuneyti

516/2010

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1052/2009 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. - Brottfallin

1. gr.

2. málsl. 2. mgr. 5. gr. orðast svo: Við útreikning sérstakrar uppbótar skv. IV. kafla skal hvorki taka tillit til uppbótar á lífeyri vegna sjúkra- eða lyfjakostnaðar skv. 2. tölul. 2. mgr. 10. gr. þessarar reglugerðar né eingreiðslna (orlofs- og desemberuppbóta) frá Tryggingastofnun ríkisins.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 9. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, sbr. 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 18. júní 2010.

Árni Páll Árnason.

Ágúst Þór Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica