Félags- og tryggingamálaráðuneyti

833/2009

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (lífeyristryggingar, atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi) (XV). - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 592/2008 frá 17. júní 2008, um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart laun­þegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildar­ríkja, skal öðlast gildi hér á landi að því leyti sem ákvæði þeirra lúta að lífeyris­tryggingum, atvinnuleysistryggingum og greiðslum í fæðingarorlofi, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 9/2009 frá 5. febrúar 2009 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) við EES-samninginn. Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Reglugerð (EB) nr. 592/2008 fjallar að hluta til um sjúkratryggingar, slysatryggingar, barna­bætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Í reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um sjúkra- og slysatryggingar. Í reglugerð frá fjármála­ráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum.

2. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2009 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB, nr. 16, 19. mars 2009, bls. 15, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 592/2008 eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum, 6. mgr. 42. gr. og 64. gr. laga um atvinnu­leysis­tryggingar, nr. 54/2006, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnu­leysis­trygginga­sjóðs, og 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 23. september 2009.

Árni Páll Árnason.

Ágúst Þór Sigurðsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica