Heilbrigðisráðuneyti

649/2009

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 638/1987 um menntun, réttindi og skyldur tannfræðinga. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðast svo:

Tannfræðingar starfa að fræðslu, ráðgjöf, skipulagningu og framkvæmd tannverndar og öðrum störfum á sviði tannheilsu, sem þeir hafa menntun til. Klíniskt verksvið tann­fræðings takmarkast við skoðun munnhols, tannsteinshreinsun, pússun tanna og tann­fyllinga og flúorlökkun tanna.

Tannfræðingur skal vísa sjúklingi til tannlæknis áður en meðferð hefst ef;

 

a)

um er að ræða sjúkling sem vegna sjúkdómsástands eða lyfjainntöku er í aukinni áhættu vegna meðferðar í munnholi,

 

b)

um er að ræða flókna meðferðarþörf,

 

c)

meðferð hjá tannfræðingi hefur ekki gefið þann árangur sem vænst er og ástæða er til að ætla að sjúklingur þurfi meðhöndlun sem er fyrir utan verksvið tann­fræðings,

 

d)

einhver þau sjúkdómseinkenni eða frávik sjást við skoðun og greiningu sjúklings sem eru fyrir utan verksvið tannfræðings.



Tilvísun til tannlæknis skv. 2. mgr. skal vera skrifleg. Í henni skal koma fram lýsing tann­fræðings á ástandi sjúklings eins og það kemur honum fyrir sjónir.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 24/1985 um starfsheiti og starfs­réttindi heilbrigðisstétta, öðlast gildi þegar í stað.

Heilbrigðisráðuneytinu, 8. júlí 2009.

Ögmundur Jónasson.

Berglind Ásgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica