Heilbrigðisráðuneyti

503/2009

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (sjúkra- og slysatryggingar) (XIII). - Brottfallin

1. gr.

Reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 647/2005 frá 13. apríl 2005 og nr. 629/2006 frá 5. apríl 2006 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja og reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almanna­tryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstand­endum þeirra sem flytjast milli aðildarríkjanna, skulu gilda á Íslandi að því er varðar sjúkra- og slysatryggingar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2008 frá 26. september 2008 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) við EES-samninginn. Reglugerðirnar skulu gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Reglugerðir (EB) nr. 647/2005 og nr. 629/2006 fjalla að hluta til um lífeyristryggingar, atvinnu­leysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi, barnabætur og réttindi úr lífeyris­sjóðum. Í reglugerð frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu er mælt fyrir um gildis­töku þess hluta sem fjallar um lífeyristryggingar, atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi. Í reglugerð frá fjármálaráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta er fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum.

2. gr.

Reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 647/2005 og 629/2006 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2008 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 70, 20. nóvember 2008, bls. 16, eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð félags- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 420/2009.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og í 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 26. maí 2009.

Ögmundur Jónasson.

Vilborg Þ. Hauksdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica