Leita
Hreinsa Um leit

Félags- og tryggingamálaráðuneyti

524/2009

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (lífeyristryggingar, atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi) (XIV). - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 101/2008 frá 4. febrúar 2008, um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja, skal öðlast gildi hér á landi að því leyti sem ákvæði þeirra lúta að lífeyristryggingum, atvinnuleysistryggingum og greiðslum í fæðingarorlofi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2008 frá 7. nóvember 2008 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) við EES-samninginn. Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Reglugerð (EB) nr. 101/2008 fjallar að hluta til um sjúkratryggingar, slysatryggingar, barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Í reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um sjúkra- og slysatryggingar. Í reglugerð frá fjármálaráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum.

2. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2008 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórn­artíðindi EB, nr. 79, 18. desember 2008, bls. 10, og reglugerð framkvæmda­stjórn­ar­innar (EB) nr. 101/20081 eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum, 6. mgr. 42. gr. og 64. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnu­leysis­tryggingasjóðs, og 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 2. júní 2009.

Árni Páll Árnason.

Ágúst Þór Sigurðsson.

1 Ásamt leiðréttingum sem birtust í Stjtíð. ESB L 56, 29. febrúar 2008, bls. 65.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica