Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

912/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 7/2010, um útleigu uppboðsíbúða Íbúðalánasjóðs.

1. gr.

Á eftir 2. mgr. 1. gr. kemur ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal Íbúðalánasjóður, á tímabilinu 1. ágúst 2017 til og með 31. júlí 2018, leigja áfram þær eignir sem þegar eru í útleigu þótt hagkvæmt sé að selja þær á almennum markaði. Á tímabilinu er sjóðnum þó heimilt að selja því sveitarfélagi, sem eignin er í, eignina óski það eftir því.

2. gr.

Í stað orðanna "kærunefndar húsnæðismála" í 7. gr. kemur: úrskurðarnefndar velferðarmála.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. tölul. 9. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 5. október 2017.

Þorsteinn Víglundsson
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.