1. gr.
1. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem hafa lokið BS-prófi í sálfræði frá sálfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, BSc-prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík eða BA-prófi í sálfræði frá félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri eða sambærilegu námi, auk þess að ljúka:
2. gr.
2. tölul. 4. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
3. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar svo:
Ákvæði til bráðabirgða.
Um þá sem ljúka framhaldsnámi, skv. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. fyrir 1. júlí 2020, gildir ekki ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 3. gr.
Þeir sem hafa fyrir gildistöku reglugerðar þessarar hafið kandídatsnám (cand. psych.) en ekki lokið því geta óskað eftir óbreyttum titli á prófgráðu og hlotið starfsréttindi með kandídatspróf (cand. psych.) eða að brautskráðst með MS-próf.
4. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. og 30. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 og 6. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 3. júlí 2018.
Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.
Áslaug Einarsdóttir.