Utanríkisráðuneyti

828/2003

Reglugerð um hollustuhætti og mengunarvarnir á varnarsvæðum.

1. gr.

Eftirtaldar reglugerðir skulu gilda á varnarsvæðum með þeim breytingum sem greinir í reglugerð þessari:
Reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun,
reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnaeftirlit,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 788/1999 um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna,
reglugerð nr. 795/1999 um úrgang frá títandíoxíðiðnaði,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns,
reglugerð nr. 797/1999 um varnir gegn mengun grunnvatns,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru,
reglugerð nr. 800/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn,
reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar rafgreiningu alkalíklóríða,
reglugerð nr. 802/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kadmíum í yfirborðsvatn,
reglugerð nr. 803/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á hexaklórsýklóhexani (HCH) í yfirborðsvatn,
reglugerð nr. 804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni,
reglugerð nr. 807/1999 um brennslu spilliefna,
reglugerð nr. 808/1999 um sorpbrennslustöðvar,
reglugerð nr. 809/1999 um olíuúrgang,
reglugerð nr. 870/2000 um takmarkanir á innflutningi, notkun og meðhöndlun asbests,
reglugerð nr. 184/2002 um skrá yfir spilliefni og annan úrgang,
reglugerð nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings.
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs,
reglugerð nr. 739/2003 um brennslu úrgangs,
reglugerð nr. 745/2003 um styrk ósons við yfirborð jarðar.


2. gr.

Utanríkisráðherra skal gegna því hlutverki og þeim störfum sem umhverfisráðherra er ætlað í ofangreindum reglugerðum.


3. gr.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja skal fara með hlutverk og þau störf sem heilbrigðisnefndum, heilbrigðisfulltrúum og Umhverfisstofnun er ætlað að gegna í ofangreindum reglugerðum, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.


4. gr.

Brot gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og þeirra reglugerða sem vitnað er til í 1. gr. reglugerðar þessarar varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.

Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa enda hafi brotið orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann.


5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 5. gr., sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sbr. og lög nr. 32/1996 um varnir gegn mengun sjávar, lög nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni og lög nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur og lög nr. nr. 106/1954 um yfirstjórn mála á varnarsvæðum o.fl.


6. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi við birtingu.


Utanríkisráðuneytinu, 31. október 2003.

Halldór Ásgrímsson.
Gunnar Snorri Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica