Utanríkisráðuneyti

134/1943

Reglugerð um opinber reikningsskil útsendra fulltrúa Íslands.

1. gr.

Allir útsendir fulltrúar, sendiherrar, sendifulltrúar og ræðismenn, sem hér eftir verða nefndir reikningshaldarar, skulu ársfjórðungslega gera utanríkisráðuneytinu grein fyrir fé því, sem þeim er trúað fyrir af hálfu ríkissjóðs eða annarra.

2. gr.

Allir reikningshaldarar skulu halda dagbók og færa hana eftir reglum um tvöfalda bókfærslu.

Dagbók þessi skal færð ettir fyrirmynd þeirri, sem fylgir reglugerð þessari.

Í dagbók eru fimm reikningal:
Sjóðreikningur. Í hann skal færa reiðufé allt, sem greitt er eða veitt er viðtaka á.
Bankareikningur. Í hann skal færa allt fé, sem lagt er í banka eða ávísað er á bankainnistæður eða hafið á annan hátt.
Skrifstofureikningur. Í hann skal eingöngu færa þær greiðslur, sem viðkoma embættisskrifstofu reikningshaldara. Með þessum reikningi skal fylgja sérstakur listi, þar sem gjöldin eru sundurliðuð í aðalatriðum í samræmi við fyrirmynd þá, sem sýnd er á fylgiskjali I.

Tekjur í ríkissjóð samkvæmt reglugerð um gjöld til utanríkisráðuneytisins skulu og færðar á þennan reikning og sundurliðaðar í aðalatriðum eins og fyrirmyndin á fylgiskjali I sýnir.

Viðskiptamannareikningur. Í þennan reikning skal færa:

1. lán, sem veitt eru til hbráðabirgða nauðstöddum íslenzkum ríkisborgurum;

2. greiðslur vegna ríkisstofnana, einstaklinga eða einkafyrirtækja.

Er þá gert ráð fyrir, að slíkar greiðslur séu endurgreiddar reikningshaldara. Þegar sýnt þykir, að fjárhæðir, sem þannig hafa verið færðar, verði ekki endurgreiddar eða óskuð er eftir, að þær verði greiddar eða innheimtar á Íslandi, skulu þær færðar út af þessum reikningi og yfir á ríkissjóðsreikning.

Með reikningi þessum skal alltaf fylgja listi, er sýni skuld eða innistæðu hvers viðskiptamanns við lök hverrar ársfjórðungslegrar uppgerðar. Þess skal jafnan gætt, að mismunur skulda og innistæðna sé eins og lokun sama reiknings í dagbók sýnir. Skal listi þessi gerður eftir fyrirmynd þeirri, sem sýnd er sem fylgiskjal II.

Ríkissjóðsreikningur. Í hann skal færa:

Í tekjudálkinn:

1. Framlög ríkissjóðs til embættisskrifstofunnar;

2. greiðslur, sem innborgaðar eru til reikningshaldara og eiga að greiðast á Íslandi.

Í gjaldadálkinn:

1. Allar greiðslur, sem reikningshaldari innir af hendi fyrir ríkissjóð, t. d. bækur og blöð fyrir ráðuneytið, eftirlaun, námsstyrki o. s. frv.;

2. bráðabirgðalán eða greiðslur vegna ríkisstofnalla, einstaklinga eða einkafyrirtækja, sem eiga að endurgreiðast á Íslandi.

Með þessum reikningi skal alltaf fylgja listi með greinilegri sundurliðun hinna ýmsu færslna, og skal hann gerður eftir fyrirmynd þeirri, sem sýnd er sem fylgiskjal III. 1--3.

3. gr.

Um allar greiðslur, sem færðar eru á ríkissjóðsreikning, skal senda skýrslu (bréf) til ráðuneytisins, og skal þar gefa eins glöggar upplýsingar um greiðsluna og tök eru á. Skýrslu þessari skal ávallt fylgja eitt samrit, er merkja skal "Ríkisbókhaldið". Í dagbókina skal síðan, jafnframt því sem greiðslan er færð, skrá númer skýrslunnar til ráðuneytisins í sérstakan dálk eins og sýnt er á fyrirmyndinni að dagbókinni.

4. gr.

Við lok hvers ársfjórðungs skal dagbók lokað og skal þannig frá henni gengið, að fram komi heildarniðurstöðutölur hvers reiknings fyrir það reikningstímabil. Nettókostnaður embættisins skal færður reikningi ríkissjóðs til gjalda. Síðan skulu færðar jöfnunarfjárhæðir frá næsta ársfjórðungi á undan, þ. e. innistæða í sjóði og banka, mismunur á reikningum ríkissjóðs og viðskiptamanna. Loks skal ársfjórðungsreikningnum jafnað með þeim fjárhæðum, sem færast til næsta ársfjórðungs.

5. gr.

Eftir lok hvers ársfjórðungs ber reikningshaldara að senda ráðuneytinu eins fljótt og unnt er tvíritað samrit af dagbók fyrir næsta ársfjórðung á undan ásamt listum þeim, sem nefndir eru í 2. gr., sömuleiðis í tveimur eintökum. Enn fremur skulu fylgja dagbókinni kvittanir fyrir öllum greiðslum, sem reikningshaldari hefur innt af hendi.

6. gr.

Fé því, sem reikningshöldurum er trúað fyrir vegna embættis síns og þeir á hverjum tíma hafa í vörzlum sínum, skal ávallt haldið sér og eigi látið saman við fé þeirra sjálfra. Fé þetta skal geymt í banka, og skal þess gætt að hafa aldrei meira fé i sjóði en nauðsynlegt er til að standa straum af smærri daglegum greiðslum.

7. gr.

Þegar frá eru taldar greiðslur þær, sem nauðsynlegar eru til þess að standa straum af rekstri embættisins, mega reikningshaldarar eingöngu inna af hendi greiðslur af fé ríkissjóðs samkvæmt fengnu leyfi ráðuneytisins, eða, séu fyrirmæli um greiðslur í fyrirmæla- og leiðbeiningabók fyrir fulltrúa Íslands erlendis, þá í samræmi við þau fyrirmæli.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 10. gr. laga nr. 31 27. júní 1941, um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis. Öðlast hún gildi frá og með þeim ársfjórðungi, sem byrjar 1. júlí 1943, og birtist til eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli.

Utanríkisráðuneytið, 24. maí 1943.
Vilhjálmur Þór.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica