Utanríkisráðuneyti

522/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Mið-Afríkulýðveldið, nr. 760/2014.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir bætist við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, í réttri númeraröð:

 

1.33

Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2025/604 frá 24. mars 2025 um breytingu á ákvörðun 2013/798/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Mið-Afríkulýðveldinu, sbr. fylgiskjal 1.33.

 

2.32

Reglugerð ráðsins (ESB) 2025/610 frá 24. mars 2025 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 224/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi ástandsins í Mið-Afríkulýðveldinu, sbr. fylgiskjal 2.32.

 

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 6. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunar­aðgerða og frystingu fjármuna nr. 68/2023, öðlast þegar gildi.

 

Utanríkisráðuneytinu, 30. apríl 2025.

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica