Utanríkisráðuneyti

119/2023

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Túnis, nr. 280/2015, með síðari breytingum.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Túnis nr. 280/2015:

  1.5 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/154 frá 3. febrúar 2022 um breytingu á ákvörðun (SSUÖ) 2011/72 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum einstaklingum og rekstrarein­ingum með tilliti til ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 1.5.
  1.6 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/2086 frá 27. október 2022 um fram­kvæmd ákvörðunar (SSUÖ) 2011/72 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum ein­stak­lingum og rekstrareiningum með tilliti til ástandsins í Túnis, sbr. fylgi­skjal 1.6.
  1.7 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2023/159 frá 23. janúar 2023 um breytingu á ákvörðun (SSUÖ) 2011/72 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum einstaklingum og rekstrar­einingum með tilliti til ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 1.7.
  2.5 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2019/132 frá 28. janúar 2019 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 2.5.
  2.6 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2020/115 frá 27. janúar 2020 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 2.6.
  2.7 Reglugerð ráðsins (ESB) 2021/49 frá 22. janúar 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 2.7.
  2.8 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/113 frá 27. janúar 2022 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 2.8.
  2.9 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/149 frá 3. febrúar 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 2.9.
  2.10 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/1356 frá 4. ágúst 2022 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 2.10.
  2.11 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/2073 frá 27. október 2022 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrar­einingum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 2.11.
  2.12 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2023/156 frá 23. janúar 2023 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, sbr. fylgiskjal 2.12.

 

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur út gildi reglugerð nr. 543/2011 um þving­unar­aðgerðir gegn tilteknum aðilum í Túnis.

 

Utanríkisráðuneytinu, 26. janúar 2023.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica