Utanríkisráðuneyti

1349/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, í réttri númeraröð:

 

3.59 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/1530 frá 14. september 2022 um breytingu á ákvörðun 2014/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 3.59.
  3.60 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/1907 frá 6. október 2022 um breytingu á ákvörðun 2014/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 3.60.
  3.61 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/1986 frá 20. október 2022 um breytingu á ákvörðun 2014/145/SSUÖ um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 3.61.
  4.66 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/1529 frá 14. september 2022 um fram­kvæmd á reglugerð (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 4.66.
  4.67 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/1905 frá 6. október 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 4.67.
  4.68 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/1906 frá 6. október 2022 um framkvæmd á reglugerð (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 4.68.
  4.69 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2022/1985 frá 20. október 2022 um framkvæmd á reglugerð (ESB) nr. 269/2014 um þvingunaraðgerðir með tilliti til aðgerða sem grafa undan eða ógna landamærahelgi, fullveldi og sjálfstæði Úkraínu, sbr. fylgiskjal 4.69.
  6.3 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/1848 frá 4. október 2022 um breytingu á reglugerð nr. 692/2014 um takmarkanir vegna ólöglegrar innlimunar Kríms og Sevastopol, sbr. fylgi­skjal 6.3.
  7.25 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/1909 frá 6. október 2022 um breytingu á ákvörðun 2014/512/SSUÖ um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússlands sem grafa undan stöðug­­leika í Úkraínu, sbr. fylgiskjal 7.25.
  8.16 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/1904 frá 6. október 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 833/2014 um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússlands sem grafa undan stöðug­leika í Úkraínu, sbr. fylgiskjal 8.16.
  9.2 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2022/1908 frá 6. október 2022 um breytingu á ákvörðun 2022/266 um þvingunaraðgerðir til að bregðast við viðurkenningu á héruðunum Donetsk og Luhansk í Úkraínu, sem lúta ekki stjórn ríkisstjórnar og skipunum um að senda rússneskan herafla inn í þessi héruð, sbr. fylgiskjal 9.2.
  10.2 Reglugerð ráðsins (ESB) 2022/1903 frá 6. október 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) 2022/263 um þvingunaraðgerðir til að bregðast við viðurkenningu á héruðunum Donetsk og Luhansk í Úkraínu, sem lúta ekki stjórn ríkisstjórnar og skipunum um að senda rússneskan herafla inn í þessi héruð, sbr. fylgiskjal 10.2.

 

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

 

Utanríkisráðuneytinu, 21. nóvember 2022.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica