Utanríkisráðuneyti

638/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Gíneu-Bissá, nr. 567/2014.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Ákvæði 2. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

1. Ákvörðun ráðsins 2012/285/SSUÖ frá 31. maí 2012 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðug­leika í Lýðveldinu Gíneu-Bissá og um niðurfellingu ákvörðunar 2012/237/SSUÖ, sbr. fylgi­skjal 1.
  1.1 Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2012/516/SSUÖ frá 24. september 2012 um fram­kvæmd ákvörðunar 2012/285/SSUÖ um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn til­teknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðug­leika í Lýðveldinu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 2.
  1.2 Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2013/293/SSUÖ frá 18. júní 2013 um framkvæmd ákvörðunar 2012/285/SSUÖ um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum ein­staklingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðveldinu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 3.
  1.3 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/415 frá 7. mars 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2012/285/SSUÖ um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum einstak­lingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðveld­inu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 1.3.
  1.4 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/36 frá 10. janúar 2018 um framkvæmd ákvörðunar 2012/285/SSUÖ um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum einstak­lingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðveld­inu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 1.4.
2. Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 377/2012 frá 3. maí 2012 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðveldinu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 4.
  2.1 Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 458/2012 frá 31. maí 2012 um framkvæmd ákvæðis 1. mgr. 11. gr. reglugerðar (ESB) nr. 377/2012 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðveldinu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 5.
  2.2 Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 559/2013 frá 18. júní 2013 um framkvæmd ákvæðis 1. mgr. 11. gr. reglugerðar (ESB) nr. 377/2012 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðveldinu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 6.
  2.3 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/403 frá 7. mars 2017 um framkvæmd ákvæðis 1. mgr. 11. gr. reglugerðar (ESB) nr. 377/2012 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðveldinu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 2.3
  2.4 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/31 frá 10. janúar 2018 um framkvæmd ákvæðis 1. mgr. 11. gr. reglugerðar (ESB) nr. 377/2012 um þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum einstaklingum, rekstrareiningum og stofnunum sem ógna friði, öryggi eða stöðugleika í Lýðveldinu Gíneu-Bissá, sbr. fylgiskjal 2.4.

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framan­greindum gerðum, eru birtir á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópu­sambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lög­festingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.

 

2. gr.

Fylgiskjöl.

Fylgiskjöl 1.3-1.4 og 2.3-2.4 eru birt með reglugerð þessari.

 

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

 

Utanríkisráðuneytinu, 17. maí 2021.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica