Utanríkisráðuneyti

1400/2018

Reglugerð um breyting á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014, ásamt síðari breytingum.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Ákvæði 2. gr. reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014 hljóði svo:

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

1. Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1693 frá 20. september 2016 um þvingunaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu (Da'esh) og Al-Qaida-samtökunum og einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og rekstrareiningum sem þeim tengjast og um niðurfellingu sameiginlegrar afstöðu 2002/402/SSUÖ, sbr. fylgiskjal 1.
  1.1 Reglugerð ráðsins (SSUÖ) 2017/1560 frá 14. september 2017 um breytingu á ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/1693 um þvingunaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu (Da´esh) og Al-Qaida-samtökunum og einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og rekstrareiningum sem þeim tengjast, sbr. fylgiskjal 1.1.
2. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 881/2002 frá 27. maí 2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar þving­unar­aðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al-Qaida-samtökunum og talibönum og um niðurfellingu reglugerðar ráðsins (EB) nr. 467/2001 um bann við útflutningi á tilteknum vörum og þjónustu til Afganistans, styrk­ingu flugbannsins og rýmkun heimilda til frystingar fjármuna og annars fjármagns að því er tekur til talibana í Afganistan, sbr. fylgiskjal 2.
  2.1 Reglugerð ráðsins (EB) nr. 561/2003 frá 27. mars 2003 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002, að því er varðar undanþágur frá frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs, sem leggur á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al-Qaida-sam­tökunum og talibönum, sbr. fylgiskjal 2.1.
  2.2 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1286/2009 frá 22. desember 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al‑Qaida-samtök­unum og talibönum, sbr. fylgiskjal 2.2
  2.3 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 754/2011 frá 1. ágúst 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al-Qaida-samtökunum og talibönum, sbr. fylgiskjal 2.3.
  2.4 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 596/2013 frá 24. júní 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar, takmarkandi ráðstafanir sem beint er að tilteknum einstaklingum og aðilum sem tengjast Al-Qaida-samtökunum, sbr. fylgi­skjal 2.4.
  2.5 Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/363 frá 14. mars 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 881/2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar, takmarkandi ráðstafanir sem beint er að tilteknum einstaklingum og aðilum sem tengjast Al-Qaida-samtökunum, sbr. fylgi­skjal 2.5.
3. Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/1686 frá 20. september 2016 um viðbótarþvingunaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu (Da'esh) og Al-Qaida-samtökunum og einstaklingum og lögaðilum, rekstrar­­einingum eða stofnunum sem þeim tengjast, sbr. fylgiskjal 3.
4. Sameiginleg afstaða ráðsins 2001/931/SSUÖ frá 27. desember 2001 um beitingu sérstakra ráðstafana í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi, sbr. fylgiskjal 4.
  4.1 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/1426, frá 4. ágúst 2017 sem uppfærir listann yfir aðila, hópa og rekstrareiningar sem ákvæði 2., 3. og 4. gr. sameiginlegrar afstöðu ráðsins 2001/931/SSUÖ um beitingu sérstakra ráðstafana í baráttunni gegn hryðju­verka­starfsemi, og niðurfellingu ákvörðunar (SSUÖ) 2017/154, sbr. fylgiskjal 4.1.
  4.2 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/2072 frá 13. nóvember 2017 sem uppfærir og breytir list­anum yfir aðila, hópa og rekstrareiningar sem ákvæði 2., 3. og 4. gr. sameiginlegrar afstöðu ráðsins 2001/931/SSUÖ um beitingu sérstakra ráðstafana í baráttunni gegn hryðju­verka­starfsemi taka til, og sem breytir ákvörðun (SSUÖ) 2017/1426, sbr. fylgi­skjal 4.2.
  4.3 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/2073 frá 13. nóvember 2017 um breytingu á sameiginlegri afstöðu 2001/931/SSUÖ um beitingu sérstakra ráðstafana í baráttunni gegn hryðjuverka­starfsemi, sbr. fylgiskjal 4.3.
5. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2580/2001 frá 27. desember 2001 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í baráttunni gegn hryðju­verka­starfsemi, sbr. fylgiskjal 5.
  5.1 Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/1420 frá 4. ágúst 2017 um framkvæmd 3. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 2580/2001 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem er beint gegn til­teknum aðilum og rekstrareiningum í því skyni að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og um niðurfellingu framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2017/150, sbr. fylgiskjal 5.1.
  5.2 Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/2061 frá 13. nóvember 2017 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2580/2001 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðil­um og rekstrareiningum í því skyni að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi, sbr. fylgi­skjal 5.2.
  5.3 Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2064 frá 13. nóvember 2017 um framkvæmd 3. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 2580/2001 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í því skyni að berjast gegn hryðju­verka­starfsemi og breytingu framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2017/1420, sbr. fylgiskjal 5.3.
6. Sameiginleg afstaða ráðsins 2001/930/SSUÖ frá 27. desember 2001 um baráttuna gegn hryðju­verkum, sbr. fylgiskjal 6.

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framan­greindum gerðum, eru birtir á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða vef Stjórnartíðinda Evrópu­sambands­ins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unar­aðgerða nr. 93/2008 (breytt með lögum nr. 81/2015).

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lög­festingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og fryst­ingu fjármuna.

2. gr.

Fylgiskjöl.

  1. Fylgiskjöl 1, 1.1, 2.5, 3, 4.1-4.3 og 5.1-5.3 eru birt með reglugerð þessari.
  2. Fylgiskjal 2 (reglugerð ráðsins (EB) nr. 881/2002) er birt sem fylgiskjal 4 við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014. I. viðauki við reglugerð ráðsins (EB) nr. 881/2002 er birtur í 2. gr. reglugerðar nr. 67/2016 um breyting á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014.
  3. Fylgiskjöl 2.1-2.4 eru birt sem fylgiskjöl 5-8 við reglugerð um aðgerðir gegn hryðju­verkas­tarfsemi nr. 448/2014.
  4. Fylgiskjal 4 er birt sem fylgiskjal 9 við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014.
  5. Fylgiskjal 5 er birt sem fylgiskjal 11 við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014.
  6. Fylgiskjal 6 er birt sem fylgiskjal 13 við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014.

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 18. desember 2018.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sturla Sigurjónsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica