Utanríkisráðuneyti

843/2017

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014, ásamt síðari breytingum.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast í réttri númeraröð við 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um þving­unar­aðgerðir varðandi Íran nr. 384/2014:

  1.8 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/689 frá 11. apríl 2017 um breytingu á ákvörðun 2011/235/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn tilteknum einstaklingum og rekstrar­einingum í ljósi ástandsins í Íran, fylgiskjal 1.8.
  2.8 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/685 frá 11. apríl 2017 um framkvæmd reglu­gerðar (ESB) nr. 359/2011 um þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Íran, fylgiskjal 2.8.
  3.30 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/609 frá 18. apríl 2016 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.30.
  3.31 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/83 frá 16. janúar 2017 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.31.
  3.32 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/974 frá 8. júní 2017 um breytingu á ákvörðun 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.32.
  3.33 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2017/1127 frá 23. júní 2017 um framkvæmd ákvörðunar 2010/413/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 3.33.
  4.28 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2016/603 frá 18. apríl 2016 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.28.
  4.29 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1375 frá 29. júlí 2016 um breytingu á reglugerð ráðsins (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgi­skjal 4.29.
  4.30 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/77 frá 16. janúar 2017 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.30.
  4.31 Reglugerð ráðsins (ESB) 2017/964 frá 8. júní 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 267/2012 þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.31.
  4.32 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2017/1124 frá 23. júní 2017 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 267/2012 um þvingunaraðgerðir gegn Íran, fylgiskjal 4.32.

Eftirfarandi töluliðir í sömu málsgrein skulu falla niður: 3.26, 4.6, 4.14, 4.17, 4.21-4.22 og 4.26.

Í stað 2. og 3. mgr. 2. gr. kemur:

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framan­greindum gerðum, eru birtir á frummáli og/eða til þeirra er vísað á vefjum öryggisráðs Sam­einuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og upp­færslur listanna öðlast gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um fram­kvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

Sameiginlegur hergagnalisti Evrópusambandsins, sem vísað er til í framangreindum gerðum, er birtur með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB frá 6. maí 2009 um að einfalda skilmála og skilyrði vegna tilflutnings varnartengdra vara innan Bandalagsins (EES-viðbætir nr. 56, 10. október 2013, bls. 801-836), ásamt síðari breytingum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 111/2013, 14. júní 2013, og nefnist þar "Skrá yfir varnartengdar vörur". Tilskipunin er innleidd með reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðar­lega þýðingu nr. 361/2016, ásamt síðari breytingum.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lög­festingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og frystingu fjármuna.

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unar­aðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 11. september 2017.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sturla Sigurjónsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica