Utanríkisráðuneyti

142/2016

Reglugerð um breyting á reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014, ásamt síðari breytingu. - Brottfallin

1. gr.

Innleiðing gerða.

Ákvæði 3. gr. reglugerðar um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014 hljóði svo:

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um eftirlit með útflutningi skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 4. gr.:

1. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 428/2009 frá 5. maí 2009 um að setja Bandalagsreglur um eftirlit með útflutningi, tilflutningi, miðlun og viðkomu hluta með tvíþætt notagildi, sbr. fylgiskjal 1.
  1.1 Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1232/2011 frá 16. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 428/2009 um að koma á fót Bandalagskerfi um eftirlit með útflutningi, tilflutningi, miðlun og viðkomu hluta með tvíþætt notagildi, sbr. fylgiskjal 2.
  1.2 Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 599/2014 frá 16. apríl 2014 um breyt­ingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 428/2009 um að setja Bandalags­reglur um eftir­lit með útflutn­ingi, flutningi, miðlun og umflutningi hluta með tvíþætt notagildi, sbr. fylgi­skjal 6 með reglugerð nr. 294/2015 um breyting á reglugerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014.
  1.3 Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2420 frá 12. október 2015 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 428/2009 um að setja Bandalagsreglur um eftirlit með útflutningi, flutningi, miðlun og umflutningi hluta með tvíþætt notagildi, sbr. fylgi­skjal 3.
2. Sameiginleg afstaða ráðsins 2008/944/SSUÖ frá 8. desember 2008 um skilgreiningu almennra reglna um eftirlit með útflutningi hertækni og herbúnað, sbr. fylgiskjal 4.

Listar yfir hluti sem vísað er til í framangreindum gerðum eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópu­sambandsins, ef það er tilgreint. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. b-lið 1. mgr. 14. gr. laga um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 58/2010 (eins og þeim var breytt).

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lög­fest­ingar, eftir því sem við getur átt.

2. gr.

Varnartengdar vörur.

Ákvæði 5. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Á grundvelli ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 111 frá 14. júní 2013, nr. 167 frá 8. október 2013 og síðari ákvarðana skulu eftirtaldar gerðir Evrópusambandsins öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun), bókun I (um altæka aðlögun) og öðrum ákvæðum samn­ingsins:

1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/43/EB frá 6. maí 2009 um að einfalda skilmála og skilyrði vegna tilflutnings varnartengdra vara innan Banda­lagsins, sbr. fylgiskjal 6.
  1.1 Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/24/ESB frá 11. janúar 2011 um vottun fyrirtækja á sviði varnartengdra vara skv. 9. gr. tilskipunar Evrópu­þingsins og ráðsins 2009/43/EB um að einfalda skilmála og skilyrði vegna tilflutn­ings varnartengdra vara innan Bandalagsins, sbr. fylgiskjal 10.
  1.2 Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/108/ESB frá 12. desember 2014 um breyt­ingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/43/EB að því er varðar skrána yfir varnar­tengdar vörur, sbr. fylgiskjal 2 með reglugerð nr. 294/2015 um breyting á reglu­gerð um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 758/2014.

3. gr.

Fylgiskjal.

Fylgiskjal 3, sbr. 1.3 í 2. mgr. 1. gr., er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

4. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4., 5. og 14. gr. laga um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 58/2010, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 5. febrúar 2016.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica