Utanríkisráðuneyti

295/2015

Reglugerð um breyting á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 448/2014. - Brottfallin

1. gr.

Innleiðing gerða.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um aðgerðir gegn hryðju­verka­starfsemi, nr. 448/2014:

1)

Í stað fylgiskjals 4 í upptalningu kemur:

 

-

Fylgiskjal 4: Reglugerð ráðsins (EB) nr. 881/2002 frá 27. maí 2002 sem leggur á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum sem tengjast Usama bin Laden, Al-Qaida-samtökunum og talibönum og um niðurfellingu reglugerðar ráðsins (EB) nr. 467/2001 um bann við útflutningi á tilteknum vörum og þjónustu til Afganistans, styrkingu flugbannsins og rýmkun heimilda til frystingar fjármuna og annars fjármagns að því er tekur til talibana í Afganistan. I. viðauki er uppfærður miðað við listann sem Al-Qaida framkvæmdanefndin stofnaði og viðheldur varðandi einstaklinga, hópa, fyriræki og aðrar rekstrareiningar sem tengjast Al-Qaida, dags. 26. mars 2015.

2)

Í stað fylgiskjals 10 í upptalningu kemur:

 

-

Fylgiskjal 10: Ákvörðun ráðsins 2014/483/SSUÖ frá 22. júlí 2014 um uppfærslu og breytingu á skrá yfir aðila, hópa og rekstrareiningar sem falla undir 2., 3. og 4. gr. í sameiginlegri afstöðu 2001/931/SSUÖ um að beita sértækum ráðstöfunum til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og um niðurfellingu á ákvörðun 2014/72/SSUÖ.

3)

Í stað fylgiskjals 12 í upptalningu kemur:

 

-

Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 790/2014 frá 22. júlí 2014 um fram­kvæmd 3. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 2580/2001 um sérstakar þving­unar­aðgerðir sem er beint gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í því skyni að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og um niðurfellingu framkvæmdar­reglugerðar (ESB) nr. 125/2014.

I. viðauki við fylgiskjal 4 og fylgiskjöl 10 og 12 eru birt sem fylgiskjöl 1, 2 og 3 við reglu­gerð þessa.

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4., 5. og 14. gr. laga um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 58/2010, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 2. mars 2015.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica