Leita
Hreinsa Um leit

Utanríkisráðuneyti

891/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 86/1998, um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. - Brottfallin

1. gr.
Á eftir orðinu „þróunarlöndin“ í 2. málsl. 2. gr. reglugerðarinnar komi: tvíhliða og á fjölþjóðlegum vettvangi.


2. gr.
Á eftir orðinu „þróunarsamvinnumálum“ í fyrri málslið 4. gr. reglugerðarinnar komi: bæði á tvíhliða og marghliða grundvelli.


3. gr.
Eftirtaldar breytingar verði á 7. gr. reglugerðarinnar:
a. Í fyrri málslið greinarinnar falli brott orðliðurinn: þróunaraðstoðar.
b. Í stað orðsins „málsmeðferð“ í síðari málslið greinarinnar komi: stöðu.


4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er í samræmi við 9. gr. laga nr. 43/1981, um Þróunarsamvinnustofnun Íslands, öðlast gildi við birtingu.


Utanríkisráðuneytinu, 26. september 2005.

Davíð Oddsson.
Sigríður Snævarr.Þetta vefsvæði byggir á Eplica